Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. nóvember 2019 15:26
Ívan Guðjón Baldursson
Björn Bergmann skoraði - Stórsigur AIK í bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Mynd: Getty Images
Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði FK Rostov og skoraði á sjöundu mínútu gegn fallbaráttuliði Tambov.

Ragnar Sigurðsson bar fyrirliðabandið og spilaði í hjarta varnarinnar.

Leikurinn var mjög jafn en gestirnir náðu að jafna í upphafi síðari hálfleiks með marki frá Georgi Melkadze. Á 71. mínútu gerði Vladimir Obukhov svo sigurmark Tambov.

Rostov komst ekki til baka og er þetta ótrúlega sárt tap. Sigur hefði gert liðinu kleift að jafna Zenit á stigum á toppi deildarinnar. Tambov var í næstneðsta sæti og klifrar upp um tvö sæti með sigrinum. Liðið er með 17 stig eftir 16 umferðir.

FK Rostov 1 - 2 Tambov
1-0 Björn Bergmann Sigurðarson ('7)
1-1 Georgi Melkadze ('52)
1-2 Vladimir Obukhov ('71)

Kolbeinn Sigþórsson var þá í byrjunarliði AIK sem rúllaði yfir neðrideildalið Enskede í sænska bikarnum.

Tarik Elyounoussi skoraði þrennu í leiknum en Kolbeinn komst ekki á blað. Simon Stigenberg, leikmaður Enskede, skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik og fékk svo rautt spjald í síðari hálfleik.

Kolbeinn lagði upp mark í leiknum og klúðraði vítaspyrnu.

Lokatölur urðu 0-7 og er AIK þar með komið áfram í næstu umferð.

Enskede 0 - 7 AIK
0-1 S. Larsson ('23)
0-2 T. Elyounoussi ('30)
0-3 T. Elyounoussi ('39)
0-4 S. Stigenberg ('45, sjálfsmark)
0-5 T. Elyounoussi ('60)
0-6 B. Hussein ('84)
0-7 T. Strannegard ('89)
Rautt spjald: S. Stigenberg, Enskede ('84)

Andri Rúnar Bjarnason var þá ekki í hóp er Kaiserslautern vann loks fótboltaleik í þýsku C-deildinni.

Liðsfélagar Andra unnu 0-3 gegn Uerdingen og komu sér þannig af fallsvæðinu.

Uerdingen 0 - 3 Kaiserslautern
Athugasemdir
banner
banner