Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 10. janúar 2021 09:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Adam hefur sofið eitthvað illa áður en hann svaraði þessari spurningu"
Að tapa svona mörgun leikjum er hræðileg tilfinning.
Að tapa svona mörgun leikjum er hræðileg tilfinning.
Mynd: Davíð Kristján Ólafsson
Ég fer úr því að komast í góður stöður sóknarlega allan leikinn í að vera nánast heppinn ef ég næ að vera hluti af einni eða tveimur sóknum
Ég fer úr því að komast í góður stöður sóknarlega allan leikinn í að vera nánast heppinn ef ég næ að vera hluti af einni eða tveimur sóknum
Mynd: Jon Forberg
Í Bandaríkjunum í janúar ásamt félögum í landsliðinu. Tryggvi Hrafn, Höskuldur, Stefán Teitur, Davíð og Kristján Flóki eru á myndinni.
Í Bandaríkjunum í janúar ásamt félögum í landsliðinu. Tryggvi Hrafn, Höskuldur, Stefán Teitur, Davíð og Kristján Flóki eru á myndinni.
Mynd: Þorgrímur Þráinsson
Ég kem inn í hlutina hér þegar það voru þrír Íslendingar fyrir, sem ég er virkilega þakklátur fyrir
Ég kem inn í hlutina hér þegar það voru þrír Íslendingar fyrir, sem ég er virkilega þakklátur fyrir
Mynd: Daníel Leó Grétarsson
Það tekur náttúrulega mikið á fyrir félög að falla þannig við sjáum bara hvað gerist í framhaldinu.
Það tekur náttúrulega mikið á fyrir félög að falla þannig við sjáum bara hvað gerist í framhaldinu.
Mynd: Álasund
Adam hefur sofið eitthvað illa nóttina áður en hann svaraði þessari spurningu.
Adam hefur sofið eitthvað illa nóttina áður en hann svaraði þessari spurningu.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Hinn 25 ára gamli Davíð Kristján Ólafsson er leikmaður Álasund sem féll úr norsku Eliteserien undir lok síðasta árs. Liðið var nýliði í deildinni eftir að hafa unnið B-deildina árið áður.

Álasund endaði í langneðsta sæti með einungis ellefu stig. Tvisvar vann liðið leik og einungis einu sinni hélt liðið hreinu. Fótbolti.net ræddi við Davíð um liðið tímabil.

Annað tímabilið í atvinnumennsku, spilaðir nánast alla leiki en liðinu gekk augljóslega ekki vel. Hvernig fannst þér þetta tímabil heilt yfir?

„Já, ef ég horfi á þetta tímabil þá er kannski það jákvæða við það spiltíminn. Heilt yfir þá var þetta virkilega erfitt tímabil fyrir alla í liðinu. Ekkert gekk upp og við náðum aldrei að finna svör. Við fáum inn nýjan þjálfara, þegar það eru minnir mig fimmtán leikir eftir, en það virkaði ekki heldur. Nýi þjálfarinn vildi spila 4-3-3 en var kannski ekki alveg með réttu leikmennina í það kerfi. Við reyndum að vera jákvæðir en það bara einhvern veginn virkaði ekkert," sagði Davið.

Hvaða stöðu varstu að spila?

„Ég spilaði bæði sem vinstri vængbakvörður í 3-5-2 og líka sem vinstri bakvörður í 4-3-3."

Hvernig var stemningin í klefanum?

„Hún var upp og niður eins og kannski má búast við. Þú ert með marga karektera í einu fótboltaliði þannig auðvitað koma upp hlutir sem kannski koma ekki upp hjá liðum sem eru að vinna leiki."

Þið náið einu sinni að halda hreinu og fáið 85 mörk á ykkur í þrjátíu leikjum. Var oft um óheppni að ræða eða vantaði einfaldlega gæði?

„Heppnin var allavega ekki með okkur á þessu tímabili. Þegar lið fá smá meðbyr þá detta hlutirnir stundum fyrir þau. Við fengum dæmd á okkur viti, trekk í trekk, víti sem aldrei áttu að standa. Stundum víti sem drápu okkar séns á að ná í úrslit í þeim leikjum."

„Ef þú talar um gæði og horfir á hvern leikmann fyrir sig þegar komið var inn í mótið þá ættum við að vera með mjög sterkt lið. Það gekk bara ekkert upp og við náðum ekki að finna taktinn."


Eru þetta gífurleg vonbrigði eða var vitað að þetta yrði alltaf mjög erfitt?

„Við fórum inn í mótið virkilega jákvæðir eftir gott gengi árinu áður. Ég myndi segja að þetta hafi verið vonbrigði hvernig þetta æxlaðist allt saman."

Hvernig var þetta eftir að liðið var fallið, var mögulega léttara að mæta til leiks þar sem örlögin voru ráðin?

„Nei, alls ekki léttara. Að tapa svona mörgun leikjum er hræðileg tilfinning. Við vorum í rauninni með pressu á okkur allt mótið því stuðningsmenn liðsins vildu sjá okkur geta eitthvað. Skiljanlega."

Einungis ein stoðsending á leiktíðinni miðað við frábæra tölfræði hjá þér árið á undan. Var þetta þannig að liðið lá mikið í vörn en blússandi sóknarbolti árið á undan?

„Já, klárlega. Við förum úr því að vera lið sem heldur mikið í boltann í það að verjast nánast allan leikinn. Ég fer úr því að komast í góðar stöður sóknarlega allan leikinn í að vera nánast heppinn ef ég næ að vera hluti af einni eða tveimur sóknum."

„Eliteserien (efsta deild) er mun sterkari deild og hver einasti leikur verður mun erfiðari". Þú sagðir þetta við mig fyrir ári síðan. Þú gast ekki haft mikið réttara fyrir þér eða hvað?

„Jú, algjörlega. Ég veit samt að ef við hefðum náð smá bolta eins og árinu áður þá hefðum við alveg getað gert miklu meira í þessari deild."

Hvernig var að eiga við covid upp á æfingar, leiki og lífið almennt að gera? Hafði það einhver sérstök áhrif á Álasund fannst þér miðað við önnur lið?

„Þetta var mjög skrýtið og erfitt. Sérstaklega þar sem ég var í burtu frá fjölskyldunni minni í heilt ár. Mamma og pabbi ætluðu að koma og svo varð Ísland rautt (vegna smita). Þetta hafði ekkert sérstök eða öðruvisi áhrif á Ålesund, öll liðin voru í sama dæminu og fengu fáa æfingaleiki fyrir mót."

Þeir Daníel Leó Grétarsson og Hólmbert Aron Friðjónsson fóru frá Álasund í haustglugganum. Var erfitt að sjá á eftir þeim og standa einn eftir af Íslendingunum?

„Já, það tók klárlega á mig og auðvitað liðið líka. Sárt fyrir mig líka þar sem ekkert var að ganga upp og mikil neikvæðni í kringum liðið. Hefði alveg viljað halda þeim aðeins lengur."

„Ég kem inn í hlutina hér þegar það voru þrír Íslendingar fyrir, sem ég er virkilega þakklátur fyrir. Í fyrra vorum við síðan einum færri eftir að Aron Þrándar fór. Þeir eru orðnir mjög nánir vinir mínir í dag þannig auðvitað var erfitt að sjá þá fara. Ég er samt ánægður fyrir þeirra hönd og veit auðvitað að svona virkar boltinn."

Þú varst valinn í landsliðið í janúar og lékst þinn annan landsleik í sigri gegn Kanada. Hvernig var að vera valinn í þetta verkefni?

„Þetta er alltaf jafn gaman. Að fá að æfa og spila fyrir hönd Íslands með þessum leikmönnum eru forréttindi. Þetta er gjöfin sem þú færð ef þú stendur þig vel."

Var þessi landsleikur það jákvæðasta sem gerðist innan vallar á síðasta ári?

„Já, geðveikt að fá 90 mínutur og vinna þann leik. Ég man einnig vel eftir Vålerenga leiknum úti þegar ég lagði upp á Hólmbert. Það var kannski svona annar ljós punktur fyrir mig líka."

Þín staða og framtíð, sérðu fram á að vera áfram hjá félaginu?

„Ég er ennþá leikmaður Ålesunds og á eitt ár eftir af samningi við félagið. Það tekur náttúrulega mikið á fyrir félög að falla þannig við sjáum bara hvað gerist í framhaldinu."

Davíð var einnig spurður út í mögulegan áhuga íslenskra félaga en skautaði laglega framhjá þeirri spurningu.

Að lokum smá grín og glens. Það kom upp í fréttaleit fyrir viðtalið að Adam Örn valdi þig á sínum tíma sem mesta 'höstlerinn'. Hver er þín skoðun á því?

„Adam hefur sofið eitthvað illa nóttina áður en hann svaraði þessari spurningu. Inga móðir hans leggur inná mig mánaðarlega til þess að vera vinur hans," sagði Davíð fisléttur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner