Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   mán 10. maí 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Zidane brjálaður eftir leik - „Þú þarft að útskýra reglurnar fyrir mér"
Mynd: EPA
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, var allt annað en sáttur eftir jafntefli sinna manna gegn Sevilla í toppbaráttuslag í La Liga í gær.

„Ég er mjög reiður... þú þarft að útskýra reglurnar fyrir mér," sagði Zidane eftir leik. Niðurstaðan var 2-2 jafntefli og Atletico Madrid hélt toppsætinu og er með tveggja stiga forskot þegar þrjár umferðir eru eftir.

Sevilla fékk vítaspyrnu þegar Eder Militao, varnarmaður Real, gerðist brotlegur inn á eigin vítateig en Zidane vill meina að Joan Jordan, leikmaður Sevilla, hefði gert nákvæmlega það sama inn á vítateig Sevilla fyrr í leiknum.

Vítaspyrnudómurinn var mjög svekkjandi fyrir Real því dómari leiksins dæmdi fyrst víti á Bono, markvörð Sevilla. VAR var að skoða atvik inn á vítateig Real skömmu áður og niðurstaðan var sú að Militao hafði fengið boltann í höndina áður en Real fór fram í sókn.

Ivan Rakitic skoraði úr vítaspyrnunni fyrir Sevilla og kom þeim í 2-1 áður en Eden Hazard jafnaði leikinn seint í uppbótartíma.

„Ég ræddi við dómarann og bað um útskýringu. Hann sagði að þetta væri hendi á Militao en hitt hafi ekki verið hendi. Mér líkar ekki sérstaklega vel við að tala um dómarana en í dag líður mér ekki vel. Ef það er hendi inn á vítateig þá verðuru að dæma það báðu megin. Leikurinn er búinn en í dag getum við verið pirraðir. Ég skil þetta engan veginn. Það hlýtur að vera víti á Sevilla ef það var hendi á Militao. Það sem er mest pirrandi er að við getum rætt þetta núna en þetta mun ekki vera skoðað. Svona er raunveruleikinn," sagði Zidane.

Atvikin má sjá hér að neðan.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
2 Barcelona 12 9 1 2 32 15 +17 28
3 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Athletic 12 5 2 5 12 13 -1 17
8 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
12 Vallecano 12 4 3 5 12 14 -2 15
13 Celta 12 2 7 3 15 18 -3 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Mallorca 12 3 3 6 12 18 -6 12
16 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
17 Valencia 12 2 4 6 11 21 -10 10
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
20 Oviedo 12 2 2 8 7 20 -13 8
Athugasemdir
banner