Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 10. júní 2021 22:02
Anton Freyr Jónsson
Ási Arnars: Greyið fékk sprautu í hádeginu og var svolítið aumur
Lengjudeildin
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir og Víkingur Ólafsvík mættust í sjöttu umferð Lengjudeildar karla í kvöld á Extravellinum í Grafarvogi. Víkingar frá Ólafsvík leiddu leikinn allt þangað til á 90.mínútu þegar Fjölnismenn breyttu tapleik yfir í sigurleik og unnu 2-1.

„Ánægður að fá þrjú stig, þó Víkingar hafi staðið sig vel og varist vel að þá fannst mér þetta sanngjarn sigur." voru fyrstu viðbrögð Ásmunds Arnarssonar þjálfara Fjölnis.

Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  1 Víkingur Ó.

Hilmir Rafn Mikaelsson skoraði sigurmark leiksins kvöld en áður hafði hann fengið þrjú dauðafæri og hefði hann líklega ekki sofið vel í nótt ef þessi leikur hefði tapast.

„Nei, æðislegt fyrir strákinn að ná að svara fyrir þetta með frábæru marki á loka sekúndum leiksins, það er bara frábært."

Guðgeir Einarsson dæmdi leikinn í kvöld en hann dæmdi einnig leik Afturelding og Fjölnis í fimmtu umferð deildarinnar og var mikill hiti og dramatík á loka mínútum leiksins í þeim leik. Fannst Ásmundi skrítið að KSÍ hafi sett Guðgeir á flautuna í þessum leik?

„Mér finnst þeir ekki vera gera honum neinn greiða allaveganna, það var kannski pínu erfitt. Hver leikur er nýtt moment og hver leikur hefur sitt líf og allt það en hvort það hafi einhver áhrif eða ekki veit ég ekki en það er kannski bara tilfinning."

Baldur Sigurðsson fór útaf í hálfleik en hann fékk bóluefnið Jansen fyrr í dag.

„Já greyið hann fékk sprautu og var svolítið aumur í öxlinni. Neinei, hann er að glíma við smá meiðsli, komin á aldur og svona en náði fínum tíma meðan hann var inná en hann er aðeins stífur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir