Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fim 10. júní 2021 22:02
Anton Freyr Jónsson
Ási Arnars: Greyið fékk sprautu í hádeginu og var svolítið aumur
Lengjudeildin
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir og Víkingur Ólafsvík mættust í sjöttu umferð Lengjudeildar karla í kvöld á Extravellinum í Grafarvogi. Víkingar frá Ólafsvík leiddu leikinn allt þangað til á 90.mínútu þegar Fjölnismenn breyttu tapleik yfir í sigurleik og unnu 2-1.

„Ánægður að fá þrjú stig, þó Víkingar hafi staðið sig vel og varist vel að þá fannst mér þetta sanngjarn sigur." voru fyrstu viðbrögð Ásmunds Arnarssonar þjálfara Fjölnis.

Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  1 Víkingur Ó.

Hilmir Rafn Mikaelsson skoraði sigurmark leiksins kvöld en áður hafði hann fengið þrjú dauðafæri og hefði hann líklega ekki sofið vel í nótt ef þessi leikur hefði tapast.

„Nei, æðislegt fyrir strákinn að ná að svara fyrir þetta með frábæru marki á loka sekúndum leiksins, það er bara frábært."

Guðgeir Einarsson dæmdi leikinn í kvöld en hann dæmdi einnig leik Afturelding og Fjölnis í fimmtu umferð deildarinnar og var mikill hiti og dramatík á loka mínútum leiksins í þeim leik. Fannst Ásmundi skrítið að KSÍ hafi sett Guðgeir á flautuna í þessum leik?

„Mér finnst þeir ekki vera gera honum neinn greiða allaveganna, það var kannski pínu erfitt. Hver leikur er nýtt moment og hver leikur hefur sitt líf og allt það en hvort það hafi einhver áhrif eða ekki veit ég ekki en það er kannski bara tilfinning."

Baldur Sigurðsson fór útaf í hálfleik en hann fékk bóluefnið Jansen fyrr í dag.

„Já greyið hann fékk sprautu og var svolítið aumur í öxlinni. Neinei, hann er að glíma við smá meiðsli, komin á aldur og svona en náði fínum tíma meðan hann var inná en hann er aðeins stífur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner