Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 10. júní 2021 22:02
Anton Freyr Jónsson
Ási Arnars: Greyið fékk sprautu í hádeginu og var svolítið aumur
Lengjudeildin
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir og Víkingur Ólafsvík mættust í sjöttu umferð Lengjudeildar karla í kvöld á Extravellinum í Grafarvogi. Víkingar frá Ólafsvík leiddu leikinn allt þangað til á 90.mínútu þegar Fjölnismenn breyttu tapleik yfir í sigurleik og unnu 2-1.

„Ánægður að fá þrjú stig, þó Víkingar hafi staðið sig vel og varist vel að þá fannst mér þetta sanngjarn sigur." voru fyrstu viðbrögð Ásmunds Arnarssonar þjálfara Fjölnis.

Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  1 Víkingur Ó.

Hilmir Rafn Mikaelsson skoraði sigurmark leiksins kvöld en áður hafði hann fengið þrjú dauðafæri og hefði hann líklega ekki sofið vel í nótt ef þessi leikur hefði tapast.

„Nei, æðislegt fyrir strákinn að ná að svara fyrir þetta með frábæru marki á loka sekúndum leiksins, það er bara frábært."

Guðgeir Einarsson dæmdi leikinn í kvöld en hann dæmdi einnig leik Afturelding og Fjölnis í fimmtu umferð deildarinnar og var mikill hiti og dramatík á loka mínútum leiksins í þeim leik. Fannst Ásmundi skrítið að KSÍ hafi sett Guðgeir á flautuna í þessum leik?

„Mér finnst þeir ekki vera gera honum neinn greiða allaveganna, það var kannski pínu erfitt. Hver leikur er nýtt moment og hver leikur hefur sitt líf og allt það en hvort það hafi einhver áhrif eða ekki veit ég ekki en það er kannski bara tilfinning."

Baldur Sigurðsson fór útaf í hálfleik en hann fékk bóluefnið Jansen fyrr í dag.

„Já greyið hann fékk sprautu og var svolítið aumur í öxlinni. Neinei, hann er að glíma við smá meiðsli, komin á aldur og svona en náði fínum tíma meðan hann var inná en hann er aðeins stífur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner