Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   fim 10. júní 2021 22:02
Anton Freyr Jónsson
Ási Arnars: Greyið fékk sprautu í hádeginu og var svolítið aumur
Lengjudeildin
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir og Víkingur Ólafsvík mættust í sjöttu umferð Lengjudeildar karla í kvöld á Extravellinum í Grafarvogi. Víkingar frá Ólafsvík leiddu leikinn allt þangað til á 90.mínútu þegar Fjölnismenn breyttu tapleik yfir í sigurleik og unnu 2-1.

„Ánægður að fá þrjú stig, þó Víkingar hafi staðið sig vel og varist vel að þá fannst mér þetta sanngjarn sigur." voru fyrstu viðbrögð Ásmunds Arnarssonar þjálfara Fjölnis.

Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  1 Víkingur Ó.

Hilmir Rafn Mikaelsson skoraði sigurmark leiksins kvöld en áður hafði hann fengið þrjú dauðafæri og hefði hann líklega ekki sofið vel í nótt ef þessi leikur hefði tapast.

„Nei, æðislegt fyrir strákinn að ná að svara fyrir þetta með frábæru marki á loka sekúndum leiksins, það er bara frábært."

Guðgeir Einarsson dæmdi leikinn í kvöld en hann dæmdi einnig leik Afturelding og Fjölnis í fimmtu umferð deildarinnar og var mikill hiti og dramatík á loka mínútum leiksins í þeim leik. Fannst Ásmundi skrítið að KSÍ hafi sett Guðgeir á flautuna í þessum leik?

„Mér finnst þeir ekki vera gera honum neinn greiða allaveganna, það var kannski pínu erfitt. Hver leikur er nýtt moment og hver leikur hefur sitt líf og allt það en hvort það hafi einhver áhrif eða ekki veit ég ekki en það er kannski bara tilfinning."

Baldur Sigurðsson fór útaf í hálfleik en hann fékk bóluefnið Jansen fyrr í dag.

„Já greyið hann fékk sprautu og var svolítið aumur í öxlinni. Neinei, hann er að glíma við smá meiðsli, komin á aldur og svona en náði fínum tíma meðan hann var inná en hann er aðeins stífur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner