Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fim 10. júní 2021 22:02
Anton Freyr Jónsson
Ási Arnars: Greyið fékk sprautu í hádeginu og var svolítið aumur
Lengjudeildin
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir og Víkingur Ólafsvík mættust í sjöttu umferð Lengjudeildar karla í kvöld á Extravellinum í Grafarvogi. Víkingar frá Ólafsvík leiddu leikinn allt þangað til á 90.mínútu þegar Fjölnismenn breyttu tapleik yfir í sigurleik og unnu 2-1.

„Ánægður að fá þrjú stig, þó Víkingar hafi staðið sig vel og varist vel að þá fannst mér þetta sanngjarn sigur." voru fyrstu viðbrögð Ásmunds Arnarssonar þjálfara Fjölnis.

Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  1 Víkingur Ó.

Hilmir Rafn Mikaelsson skoraði sigurmark leiksins kvöld en áður hafði hann fengið þrjú dauðafæri og hefði hann líklega ekki sofið vel í nótt ef þessi leikur hefði tapast.

„Nei, æðislegt fyrir strákinn að ná að svara fyrir þetta með frábæru marki á loka sekúndum leiksins, það er bara frábært."

Guðgeir Einarsson dæmdi leikinn í kvöld en hann dæmdi einnig leik Afturelding og Fjölnis í fimmtu umferð deildarinnar og var mikill hiti og dramatík á loka mínútum leiksins í þeim leik. Fannst Ásmundi skrítið að KSÍ hafi sett Guðgeir á flautuna í þessum leik?

„Mér finnst þeir ekki vera gera honum neinn greiða allaveganna, það var kannski pínu erfitt. Hver leikur er nýtt moment og hver leikur hefur sitt líf og allt það en hvort það hafi einhver áhrif eða ekki veit ég ekki en það er kannski bara tilfinning."

Baldur Sigurðsson fór útaf í hálfleik en hann fékk bóluefnið Jansen fyrr í dag.

„Já greyið hann fékk sprautu og var svolítið aumur í öxlinni. Neinei, hann er að glíma við smá meiðsli, komin á aldur og svona en náði fínum tíma meðan hann var inná en hann er aðeins stífur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner