Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
banner
   lau 10. júní 2023 17:43
Kári Snorrason
Oliver Heiðars: Erum örugglega besta liðið í deildinni í að koma til baka
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
ÍBV fór í heimsókn á Meistaravelli fyrr í dag. Leikar enduðu 1-1 en Eyjamenn sýndu mikla yfirburði. Oliver Heiðarsson leikmaður ÍBV mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 ÍBV

„Þetta er svolítið svekkjandi, mér fannst við vera betri aðilinn í leiknum. Við bara náðum ekki að koma boltanum yfir línuna fyrr en á 90. mínútu.

KR skoraði fyrsta mark leiksins óvænt.

„Já þetta var skellur, við vorum ekki að búast við þessu en við erum örugglega besta liðið í deildinni að koma til baka eftir smá skell. "

Oliver var mikið í færum í dag.

„Ég er ógeðslega svekktur með að hafa ekki skorað. Þetta var bara mjög svipað og í síðasta leik. Ég fékk þrjú færi þar líka og klúðraði þeim öllum, alveg eins í dag boltinn vildi ekki fara inn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner