Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 10. júlí 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Baldur Sig: Þetta hjálpar klárlega til við að hlaupa meira í leiknum
Sigurvegarinn hjá Stjörnunni og Levadia mætir Espanyol
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Við keppumst um það á hverju ári að komast í þessa Evrópukeppni. Það er ekki bara út af peningunum heldur út af því að við fáum nýja andstæðinga sem við höfum yfirleitt ekki spilað gegn áður," segir Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, við Fótbolta.net í dag en liðið fær eistneska lið Levadia Tallin í heimsókn í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar annað kvöld klukkan 20:00.

Ledavia er í öðru sæti í eistnesku deildinni í augnablikinu, fimm stigum á eftir toppliði Flora og fimm stigum á undan Nomme Kajlu sem Stjarnan sló út í fyrra. Ledavia er með +46 í markatölu eftir 19 umferðir.

„Eistneska deildin er mjög tvískipt. Það eru fjögur mjög svipuð lið sem eru í þeirri deild. Mér sýnist Levadia vera svipaðir að styrkleika eða kannski aðeins öflugri en Nome. Við slógum Nomme út í fyrra og stefnum á að gera það sama í ár."

Sigurvegarinn úr leik Stjörnunnar og Levadia mætir spænska liðinu Espanyol í 2. umferð og því er til mikils að vinna.

„Við vitum af þessu og þetta hjálpar klárlega til við að hlaupa meira í leiknum. Það skiptir máli fyrir klúbbinn peningalega að komast áfram, að minnsta kosti eina umferð."

Baldur reiknar með góðri stemningu á Samsung-vellinum í Garðabæ annað kvöld. „Það hefur yfirleitt verið full stúka og mikil stemning á Evrópuleikjum. Við erum í sérstökum Evrópubúningum sem Siggi Dúlla hannaði. Hann er grafískur hönnuður og mikill smekksmaður," sagði Baldur.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Baldur í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner