Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   mið 10. júlí 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Baldur Sig: Þetta hjálpar klárlega til við að hlaupa meira í leiknum
Sigurvegarinn hjá Stjörnunni og Levadia mætir Espanyol
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Við keppumst um það á hverju ári að komast í þessa Evrópukeppni. Það er ekki bara út af peningunum heldur út af því að við fáum nýja andstæðinga sem við höfum yfirleitt ekki spilað gegn áður," segir Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, við Fótbolta.net í dag en liðið fær eistneska lið Levadia Tallin í heimsókn í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar annað kvöld klukkan 20:00.

Ledavia er í öðru sæti í eistnesku deildinni í augnablikinu, fimm stigum á eftir toppliði Flora og fimm stigum á undan Nomme Kajlu sem Stjarnan sló út í fyrra. Ledavia er með +46 í markatölu eftir 19 umferðir.

„Eistneska deildin er mjög tvískipt. Það eru fjögur mjög svipuð lið sem eru í þeirri deild. Mér sýnist Levadia vera svipaðir að styrkleika eða kannski aðeins öflugri en Nome. Við slógum Nomme út í fyrra og stefnum á að gera það sama í ár."

Sigurvegarinn úr leik Stjörnunnar og Levadia mætir spænska liðinu Espanyol í 2. umferð og því er til mikils að vinna.

„Við vitum af þessu og þetta hjálpar klárlega til við að hlaupa meira í leiknum. Það skiptir máli fyrir klúbbinn peningalega að komast áfram, að minnsta kosti eina umferð."

Baldur reiknar með góðri stemningu á Samsung-vellinum í Garðabæ annað kvöld. „Það hefur yfirleitt verið full stúka og mikil stemning á Evrópuleikjum. Við erum í sérstökum Evrópubúningum sem Siggi Dúlla hannaði. Hann er grafískur hönnuður og mikill smekksmaður," sagði Baldur.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Baldur í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner