Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   mið 10. júlí 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Baldur Sig: Þetta hjálpar klárlega til við að hlaupa meira í leiknum
Sigurvegarinn hjá Stjörnunni og Levadia mætir Espanyol
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Við keppumst um það á hverju ári að komast í þessa Evrópukeppni. Það er ekki bara út af peningunum heldur út af því að við fáum nýja andstæðinga sem við höfum yfirleitt ekki spilað gegn áður," segir Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, við Fótbolta.net í dag en liðið fær eistneska lið Levadia Tallin í heimsókn í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar annað kvöld klukkan 20:00.

Ledavia er í öðru sæti í eistnesku deildinni í augnablikinu, fimm stigum á eftir toppliði Flora og fimm stigum á undan Nomme Kajlu sem Stjarnan sló út í fyrra. Ledavia er með +46 í markatölu eftir 19 umferðir.

„Eistneska deildin er mjög tvískipt. Það eru fjögur mjög svipuð lið sem eru í þeirri deild. Mér sýnist Levadia vera svipaðir að styrkleika eða kannski aðeins öflugri en Nome. Við slógum Nomme út í fyrra og stefnum á að gera það sama í ár."

Sigurvegarinn úr leik Stjörnunnar og Levadia mætir spænska liðinu Espanyol í 2. umferð og því er til mikils að vinna.

„Við vitum af þessu og þetta hjálpar klárlega til við að hlaupa meira í leiknum. Það skiptir máli fyrir klúbbinn peningalega að komast áfram, að minnsta kosti eina umferð."

Baldur reiknar með góðri stemningu á Samsung-vellinum í Garðabæ annað kvöld. „Það hefur yfirleitt verið full stúka og mikil stemning á Evrópuleikjum. Við erum í sérstökum Evrópubúningum sem Siggi Dúlla hannaði. Hann er grafískur hönnuður og mikill smekksmaður," sagði Baldur.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Baldur í heild sinni.
Athugasemdir
banner