Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mið 10. júlí 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Baldur Sig: Þetta hjálpar klárlega til við að hlaupa meira í leiknum
Sigurvegarinn hjá Stjörnunni og Levadia mætir Espanyol
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Við keppumst um það á hverju ári að komast í þessa Evrópukeppni. Það er ekki bara út af peningunum heldur út af því að við fáum nýja andstæðinga sem við höfum yfirleitt ekki spilað gegn áður," segir Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, við Fótbolta.net í dag en liðið fær eistneska lið Levadia Tallin í heimsókn í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar annað kvöld klukkan 20:00.

Ledavia er í öðru sæti í eistnesku deildinni í augnablikinu, fimm stigum á eftir toppliði Flora og fimm stigum á undan Nomme Kajlu sem Stjarnan sló út í fyrra. Ledavia er með +46 í markatölu eftir 19 umferðir.

„Eistneska deildin er mjög tvískipt. Það eru fjögur mjög svipuð lið sem eru í þeirri deild. Mér sýnist Levadia vera svipaðir að styrkleika eða kannski aðeins öflugri en Nome. Við slógum Nomme út í fyrra og stefnum á að gera það sama í ár."

Sigurvegarinn úr leik Stjörnunnar og Levadia mætir spænska liðinu Espanyol í 2. umferð og því er til mikils að vinna.

„Við vitum af þessu og þetta hjálpar klárlega til við að hlaupa meira í leiknum. Það skiptir máli fyrir klúbbinn peningalega að komast áfram, að minnsta kosti eina umferð."

Baldur reiknar með góðri stemningu á Samsung-vellinum í Garðabæ annað kvöld. „Það hefur yfirleitt verið full stúka og mikil stemning á Evrópuleikjum. Við erum í sérstökum Evrópubúningum sem Siggi Dúlla hannaði. Hann er grafískur hönnuður og mikill smekksmaður," sagði Baldur.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Baldur í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner