Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fös 10. júlí 2020 23:59
Gylfi Tryggvason
Steini Halldórs: Íris getur alveg spilað líka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik lagði Fylki af velli 0-1 í Árbænum í kvöld og var Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, fenginn í viðtal eftir leik. Hvað fannst honum um leikinn?

„Bara ánægður. Glaður að vera kominn áfram, það er aðalatriðið. Þetta var jafn leikur að mörgu leyti. Sótt á báða bóga, við áttum í vandræðum á köflum en þegar við náðum að halda boltanum aðeins og finna opnanirnar vorum við alveg að skapa góða möguleika og góða sénsa. En þær fengu auðvitað líka færi þannig að leikurinn í sjálfu sér var bara jafn."

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Breiðablik

Hvernig horfði vítaspyrnuatvikið við honum?

„Ég veit það ekki. Maður veit aldrei hvað á að dæma á og hvað á ekki að dæma á í dag. Ég næ oft ekki alveg að skilja þessar reglur. Mér fannst reyndar markmaðurinn minn sparka í boltann fyrst en ég svosem veit það ekki. Hef enga skoðun á því."

Athygli vakti að Íris Dögg byrjaði leikinn og Sonný Lára, sem hefur verið aðalmarkvörður liðsins að jafnaði, sat á bekknum. Hvað lá þar að baki?

„Íris er góður markmaður og getur alveg spilað líka svo við ákváðum að láta hana spila þennan leik. Hún var mjög góð, varði virkilega vel tvisvar-þrisvar og stóð vel fyrir sínu eins og við vissum. Hvort hún spili bikarleikina í ár kemur í ljós. Við metum stöðuna eftir hverja umferð."
Athugasemdir
banner
banner