Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 10. júlí 2020 23:59
Gylfi Tryggvason
Steini Halldórs: Íris getur alveg spilað líka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik lagði Fylki af velli 0-1 í Árbænum í kvöld og var Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, fenginn í viðtal eftir leik. Hvað fannst honum um leikinn?

„Bara ánægður. Glaður að vera kominn áfram, það er aðalatriðið. Þetta var jafn leikur að mörgu leyti. Sótt á báða bóga, við áttum í vandræðum á köflum en þegar við náðum að halda boltanum aðeins og finna opnanirnar vorum við alveg að skapa góða möguleika og góða sénsa. En þær fengu auðvitað líka færi þannig að leikurinn í sjálfu sér var bara jafn."

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Breiðablik

Hvernig horfði vítaspyrnuatvikið við honum?

„Ég veit það ekki. Maður veit aldrei hvað á að dæma á og hvað á ekki að dæma á í dag. Ég næ oft ekki alveg að skilja þessar reglur. Mér fannst reyndar markmaðurinn minn sparka í boltann fyrst en ég svosem veit það ekki. Hef enga skoðun á því."

Athygli vakti að Íris Dögg byrjaði leikinn og Sonný Lára, sem hefur verið aðalmarkvörður liðsins að jafnaði, sat á bekknum. Hvað lá þar að baki?

„Íris er góður markmaður og getur alveg spilað líka svo við ákváðum að láta hana spila þennan leik. Hún var mjög góð, varði virkilega vel tvisvar-þrisvar og stóð vel fyrir sínu eins og við vissum. Hvort hún spili bikarleikina í ár kemur í ljós. Við metum stöðuna eftir hverja umferð."
Athugasemdir
banner
banner