Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
John Andrews: Takk Ási
Guðni: FH liðið er án ansi margra leikmanna sem hefðu átt að spila
Magnað sumar í Dal draumanna - „Þá hefðum við farið í fallsæti"
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
   lau 10. ágúst 2024 18:38
Sölvi Haraldsson
Segist vera 25 kílóum léttari eftir kærkominn sigur
Lengjudeildin
Dragan var mjög sáttur
Dragan var mjög sáttur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er frábært og mér líður eins og ég sé 25 kílóum léttari en ég var í morgun. Stórt hrós á strákana hvernig þeir spiluðu í dag því við höfum verið óheppnir í nokkrum leikjum núna upp á síðkastið. Við tókum þrjú stig í dag sem var bara frábært.“ sagði Dragan Stojanovic, þjálfari Dalvíkur/Reynis, eftir 3-2 sigur á Gróttu í dag.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 Dalvík/Reynir

Dragan var ánægður með byrjunina á báðum hálfleikunum.

Við byrjum báða hálfleikana af krafti. Þegar við komumst 2-1 hugsaði ég að við töpum ekki leiknum. Í seinustu tveimur leikjum komumst við 1-0 yfir en það var ekki nóg. Bara flottur leikur hjá okkur, strákarnir stóðu sig mjög vel í dag og oft í sumar.

Dragan viðurkennir að það var komið stress í hann undir restina.

Bæði lið vildu vinna leikinn. Auðvitað var þetta stress. Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég væri ekki stressaður seinustu 5 mínúturnar. Strákarnir kláruðu þetta frábærlega. Það var ekkert stress hjá þeim.

Sigurinn í dag var mjög stór fyrir Dalvík/Reyni og Dragan var mjög sáttur.

Þetta er mjög stór sigur hjá okkur. Dalvík/Reynir er mjög flottur klúbbur. Með flotta aðstöðu og flotta stjórn sem stendur á bakvið okkur alltaf. Þetta er mjög mikilvægur sigur fyrir okkur. Við höldum áfram að reyna að vinna næstu leiki.“

Þátt fyrir að þjálfari Gróttu fannst dómarinn ekki dæma leikinn vel í dag var Dragan á allt öðru máli.

Þetta var aldrei víti. Dómarinn í dag stóð sig alveg frábærlega. Ég er mjög ánægður með hvernig hann dæmdi þennan leik, þetta var aldrei víti fannst mér.“ sagði Dragan.

Viðtalið við Dragan má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner