Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   lau 10. ágúst 2024 18:38
Sölvi Haraldsson
Segist vera 25 kílóum léttari eftir kærkominn sigur
Lengjudeildin
Dragan var mjög sáttur
Dragan var mjög sáttur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er frábært og mér líður eins og ég sé 25 kílóum léttari en ég var í morgun. Stórt hrós á strákana hvernig þeir spiluðu í dag því við höfum verið óheppnir í nokkrum leikjum núna upp á síðkastið. Við tókum þrjú stig í dag sem var bara frábært.“ sagði Dragan Stojanovic, þjálfari Dalvíkur/Reynis, eftir 3-2 sigur á Gróttu í dag.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 Dalvík/Reynir

Dragan var ánægður með byrjunina á báðum hálfleikunum.

Við byrjum báða hálfleikana af krafti. Þegar við komumst 2-1 hugsaði ég að við töpum ekki leiknum. Í seinustu tveimur leikjum komumst við 1-0 yfir en það var ekki nóg. Bara flottur leikur hjá okkur, strákarnir stóðu sig mjög vel í dag og oft í sumar.

Dragan viðurkennir að það var komið stress í hann undir restina.

Bæði lið vildu vinna leikinn. Auðvitað var þetta stress. Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég væri ekki stressaður seinustu 5 mínúturnar. Strákarnir kláruðu þetta frábærlega. Það var ekkert stress hjá þeim.

Sigurinn í dag var mjög stór fyrir Dalvík/Reyni og Dragan var mjög sáttur.

Þetta er mjög stór sigur hjá okkur. Dalvík/Reynir er mjög flottur klúbbur. Með flotta aðstöðu og flotta stjórn sem stendur á bakvið okkur alltaf. Þetta er mjög mikilvægur sigur fyrir okkur. Við höldum áfram að reyna að vinna næstu leiki.“

Þátt fyrir að þjálfari Gróttu fannst dómarinn ekki dæma leikinn vel í dag var Dragan á allt öðru máli.

Þetta var aldrei víti. Dómarinn í dag stóð sig alveg frábærlega. Ég er mjög ánægður með hvernig hann dæmdi þennan leik, þetta var aldrei víti fannst mér.“ sagði Dragan.

Viðtalið við Dragan má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner