Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   þri 10. september 2019 21:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elbasan, Albanía
Hamren: Held við förum áfram ef við vinnum þrjá af fjórum
Icelandair
Erik Hamren á hliðarlínunni í Albaníu í kvöld.
Erik Hamren á hliðarlínunni í Albaníu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrri hálfleikur var ekki góður og ég var mjög vonsvikinn með hann. Við unnum ekki saman sem lið. Við vorum að hlaupa mikið en bara hver fyrir sig. Fyrri hálfleikur var vondur," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, við fjölmiðla eftir 4-2 tap gegn Albaníu í kvöld.

Lestu um leikinn: Albanía 4 -  2 Ísland

„Við vorum þéttari í síðari hálfleik, pressuðum saman og jöfnuðum 2-2. Á þeim kafla vorum við góðir. Við hefðum getað skorað fleiri mörk en þeir skoruðu 3-2 og við vorum smá óheppnir þar því boltinn fór í Kára. Eftir það opnaðist leikurinn og þeir fengu stór svæði."

Hamren var spurður út í þá ákvörðun að breyta í 4-5-1 í dag eftir að hafa spilað 4-4-2 gegn Moldóvum á laugardag.

„Við þurfum að meta við hvaða lið við erum að spila. Við vorum að spila á útivelli gegn liði sem er gott í að halda bolta. Við höfum oft spilað svona taktík áður. Þegar við mættum Moldóvu heima var þetta allt öðruvísi leikur."

Ísland er núna þremur stigum á eftir Frökkum og Tyrkjum þegar fjórar umferðir eru eftir. Tvö efstu liðin fara áfram á EM.

„Við þurfum að vinna marga leiki en kannski ekki fjóra. Það veltur auðvitað á öðrum úrslitum. Ef við vinnum þrjá af fjórum þá held ég að við förum áfram. Við erum ennþá emð þetta í okkar höndum. Við vildum þrjú stig hér en fengum þau ekki. Þetta er ekki gaman í dag en við eigum tvö verkefni eftir."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner