Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, vonast til þess að þeir sem stjórni United verði eins miskunnarlausir við ákveðna leikmenn og þeir voru við Dan Ashworth.
Ashworth var rekinn úr starfi yfirmanns fótboltamála eftir leikinn gegn Nottingham Forest síðasta laugardag. Hann stoppaði stutt en hann tók bara við starfinu síðasta sumar.
Ashworth var rekinn úr starfi yfirmanns fótboltamála eftir leikinn gegn Nottingham Forest síðasta laugardag. Hann stoppaði stutt en hann tók bara við starfinu síðasta sumar.
Ferdinand vonast til að Sir Jim Ratcliffe og félagar verði eins miskunnarlausir við ákveðna leikmenn innan félagsins.
„Ég vona að þeir verði eins miskunnarlausir við skítaleikmennina sem eru þarna," sagði Ferdinand harðorður.
„Það eru ákveðnir skítaleikmenn sem hafa verið þarna of lengi eða eru bara ekki nægilega góðir. Losið þá eins fljótt og hægt er."
Man Utd er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir tapið gegn Forest um liðna helgi.
Athugasemdir