Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mán 11. janúar 2021 08:06
Magnús Már Einarsson
Arsenal sagt tilbúið að lána Rúnar Alex - Áhugi víða
David Ornstein hjá The Athletic segir frá því í dag að Arsenal sé tilbúið að lána markvörðinn Rúnar Alex Rúnarsson ef félagið getur keypt nýjan markvörð í þessum mánuði. Rúnar Alex kom til Arsenal frá Dijon í byrjun tímabils og hefur verið varamarkvörður á eftir Bernd Leno.

Rúnar hefur spilað nokkra leiki í Evrópudeildinni sem og í 4-1 tapi gegn Manchester City í enska deildabikarnum þar sem hann átti ekki góðan dag.

Samkvæmt frétt The Athletic hafa nokkur félög í ensku Championship deildinni sem og víðar í Evrópu áhuga á að fá Rúnar Alex á reynslu út tímabilið og Arsenal vill lána hann til að hann fái meiri reynslu.

Ornstein segir í grein sinni að Arsenal hafi alltaf horft á Rúnar sem mögulegan þriðja markvörð en félagið var einnig að reyna að fá David Raya frá Brentford fyrir tímabilið.

Óvíst er hvort Arsenal reyni aftur við Raya í þessum mánuði eða hvort félagið fái jafnvel annan markvörð á láni og láni Rúnar Alex síðan annað til að gefa honum meiri reynslu.
Athugasemdir
banner