Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 11. janúar 2021 09:34
Magnús Már Einarsson
Manchester United og PSG berjast um Faivre
Powerade
Romain Favre.
Romain Favre.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru með slúður fyrir gluggann í þessum mánuði og gluggan næsta sumar. Kíkjum á pakkann.



Napoli hefur sett Kieran Tierney (23) vinstri bakvörð Arsenal á óskalista sinn. (Telegraph)

Manchester United ætlar að berjast við PSG um Romain Faivre (22) miðjumann Brest í Frakklandi. (Sun)

Everton er að íhuga að fá brasilíska miðjumanninn Felipe Anderson (27) sem er í láni hjá Porto frá West Ham. (Teamtalk)

Chelsea ætlar ekki að leyfa Ross Barkley (27) að fara ódýrt til Aston Villa. Barkley er í láni hjá Villa og félagið gæti keypt hann næsta sumar. (Birmingham Mail)

Fikayo Tomori (23) varnarmaður Chelsea gæti verið á leið til Newcastle á láni. (Chronicle)

Newcastle hefur gefist upp á að reyna að fá Brandon Williams (20) á láni frá Manchester United. (Northern Echo)

Jadon Sancho (20) segist hafa átt erfitt uppdráttar hjá Borussia Dortmund eftir að hann var orðaður við Manchester United síðastliðið sumar. Sancho segist hins vegar núna vera kominn aftur upp á sitt besta. (Manchester Evening News)

Fernandinho (35) miðjumaður Manchester City gæti farið til Athletico Paranense í Brasilíu þegar samningur hans rennur út í sumar. (Globo Esporte)

Fenerbahce vill fá 14 milljónir punda fyrir miðjumanninn OZan Tufan (25) en Crystal Palace, WBA og CSKA Moskva vilja fá hann. (Hurriyet)

Liverpool ætlar að lána varnarmanninn unga Sepp van den Berg (19) en félagið hefur rætt við félög í Belgíu, Þýskalandi og Sviss. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner