Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 11. ágúst 2020 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu brotið: Átti Man Utd að fá víti?
Manchester United vann FCK 1-0 í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær en það skapaðist mikil umræða um vítaspyrnudóminn sem skilaði United sigri í leiknum.

Franski framherjinn Anthony Martial fékk boltann í teignum en féll við litla snertingu.

VAR skoðaði atvikið og var dæmd vítaspyrna en þetta var 21. vítaspyrnan sem United fær á þessari leiktíð og hefur ekkert lið í fimm stærstu deildum Evrópu fengið fleiri víti.

Bruno Fernandes fór á punktinn og skoraði en hægt er að sjá brotið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner