Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   fös 11. október 2019 21:58
Arnar Helgi Magnússon
Gylfi Þór: Fengum ekki það sama frá honum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson var svekktur eftir 0-1 tap gegn Frökkum í undankeppni EM 2020 í kvöld. Gylfi spilaði allar níutíu mínúturnar á miðjunni hjá Íslandi.

Olivier Giroud skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í síðari hálfleik.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Frakkland

„Jú, þetta er bara gríðarlega svekkjandi. Mér fannst við verjast mjög vel í fyrri hálfleik, auðvitað vorum við lítið með boltann en þeir voru ekki að skapa sér neitt mikið. Þetta opnast eftir að þeir skora úr vítinu," sagði Gylfi Þór.

„Mér fannst dómarinn sýna þeim mjög mikla virðingu. Mér fannst mikið af „soft" brotum detta þeirra megin og svo vorum við kannski ekki að fá það sama frá honum," sagði Gylfi um dómara leiksins.

„Við vorum að verjast það djúpt að það var erfitt að fara að spila boltanum þegar við loksins komumst út úr þessu. Við hefðum átt að nýta skyndisóknirnar aðeins betur."

Staðan í riðlinum er snúin eftir úrslit kvöldsins. Þrátt fyrir það getur allt gerst í riðilinum. Ísland mætir Andorra hér á Laugardalsvelli á mánudag.

„Við þurfum að vinna síðustu þrjá leikina og það er markmiðið að gera það. Leikurinn gegn Andorra leggst bara vel í mig," sagði Gylfi að lokum.
Athugasemdir