Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   fös 11. október 2019 22:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Daði: Bjóst við að taka síðasta korterið
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkelsi. Þetta er pirrandi tapleikur. Mér finnst við eiga að fá allavega stig út úr þessum leik," sagði Jón Daði Böðvarsson eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Frakkland

„Þeir vinna þennan leik á þessu ódýra víti, ég veit ekki með það. Mér fannst við ekki skapa okkur mikið af færum. Þeir voru agaðir og 'balanceraðir' erfitt að brjóta þá á bak aftur. Við getum samt alltaf skorað en það gekk í dag, það fór eins og fór."

Jón Daði kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson sem meiddist snemma leiks.

„Ég hafði það kannski á tilfinningunni að maður myndi koma inn á og spila síðasta korterið eða tuttugu mínúturnar. Það kemur óvænt upp að Jói meiðist. Manni er hent út á kantinn og maður verður að vera tilbúinn um leið og gera það besta úr því. Skilaboðin voru að verjast vel og sækja hratt á þá og reyna að komast bakvið þá. Ég gerði mitt besta í því."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner