Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
banner
   fös 11. október 2019 14:27
Elvar Geir Magnússon
Leikmaður Liverpool í fjórtán daga bann fyrir að gera grín að Kane
Enska knattspyrnusambandið hefur dæmt Harvey Elliott, sextán ára leikmann Liverpool, í fjórtán daga bann frá þátttöku í fótbolta.

Elliott þarf einnig að greiða 350 punda sekt og sækja námskeið í því hvernig eigi að hegða sér.

Elliott var dæmdur fyrir að gera grín að enska landsliðsmanninum Harry Kane, sem er smámæltur, í myndbandi sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Orðbragð Elliott þótti ekki sæmandi.

Elliott varð yngsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann spilaði með Fulham á síðasta tímabili. Hann spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Liverpool þegar liðið lék gegn Milton Keynes Dons í deildabikarnum.

Hann má ekki spila fótbolta þar til 24. október.

Í umræddu myndbandi gerði Elliott grín að því hvernig Kane talar og notar slanguryrðið 'mong' sem hægt er að túlka þannig að hann sé að kalla Kane þroskaskertan.


Athugasemdir
banner
banner
banner