Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 11. október 2021 21:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert: Gerir margt fyrir mig að skora mörk
Icelandair
Albert skoraði tvisvar af vítapunktinum.
Albert skoraði tvisvar af vítapunktinum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég held að við getum ekki beðið um mikið meira. Það var góður stuðningur, fjögur mörk og við héldum hreinu. Við vorum sáttir á koddann í kvöld," sagði Albert Guðmundsson í samtali við RÚV eftir 4-0 sigur gegn Liechtenstein.

Albert skoraði tvö af mörkum Íslands af vítapunktinum; hans fyrstu mörk í keppnisleik fyrir landsliðið.

„Þetta var kærkomið. Allir sóknarþenkjandi leikmenn lifa á mörkum. Það gerir margt fyrir mig að skora mörk."

Það hafa orðið miklar breytingar á liðinu undanfarið. Albert var spurður hvaða tilfinningu hann væri með fyrir liðinu.

„Bara góða. Mér finnst við allir vera að róa í sömu átt, og rétta átt. Það er jákvætt held ég að spila á mörgum leikmönnum. Það er gott fyrir alla að prófa að spila með hverjum og einum, og kynnast hverjum öðrum."

„Stemningin er bara góð. Mér finnst mjög fínt 'vibe' hérna. Ekki eins og það hafi verið slæmt 'vibe' fyrir. Þetta er yngra og ferskara. Það vantar marga gæðaleikmenn, en það kemur alltaf maður í manns stað."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner