Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fös 11. október 2024 21:55
Sverrir Örn Einarsson
Jón Dagur: Orðinn pirraður á þeim
Icelandair
Jón Dagur (t.h) og Jóhann Berg skima yfir völlinn í leiknum.
Jón Dagur (t.h) og Jóhann Berg skima yfir völlinn í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland tryggði sér mögulega dýrmætt stig Í B-deild Þjóðardeildarinnar er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Wales á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. Öðru fremur var það frábær síðari hálfleikur liðsins sem skilaði sigrinum þar sem liðið gerði tvö mörk og fékk fjölmörg önnur hættuleg færi. Jón Dagur Þorsteinsson mætti í viðtal við Fótbolta.net áð leik loknum og fór yfir máli. Byrjaði hann þar á að ræða fyrri hálfleikinn.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

„Við fáum á okkur tvö klaufaleg mörk en mér fannst samt við vera allt í lagi. Komandi inn í hálfleikinn þá fannst mér við vera ennþá inn í þessu. Við vorum að spila og fá tækifæri en það vantaði upp á síðustu sendinguna í fyrri hálfleik.“

Hver voru skilaboðin frá þjálfarateyminu þegar inn í hálfleikinn var komið?

„Að ýta liðinu aðeins ofar. Okkur fannst við ekki vera að klukka þá nógu mikið í pressunni og ýtum því liðinu ofar í seinni hálfleik. Það svo sýndi sig að það virkaði mun betur.“

Jón Dagur var eins og stundum áður alveg til í að láta finna fyrir sér á vellinum og reyna að fara í taugarnar á andstæðingnum. Hann fékk að líta gula spjaldið eftir ein slík viðskipti í leiknum og Walesverjar voru nokkuð pirraðir á honum.

„Já og ég orðin pirraður á þeim. Þetta er stundum svona í fótboltanum. Ég var pirraður að vera 2-0 undir því mér fannst þetta ekki hafa verið 2-0 leikur.“

Gula spjaldið þýðir að Jón Dagur er á leið í leikbann og verður því ekki með gegn Tyrkjum næstkomandi mánudag. Hvernig verður fyrir hann að fylgjast með þeim leik úr stúkunni?

„Það var mjög þreytt að fá þær fréttir eftir leik. Þá sérstaklega þar sem við náum að enda þennan leik á jákvæðum nótum. Við verðum klárir á mánudag þótt að ég verði ekki með þó.“

Sagði Jón Dagur en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner