Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 11. október 2024 21:55
Sverrir Örn Einarsson
Jón Dagur: Orðinn pirraður á þeim
Icelandair
Jón Dagur (t.h) og Jóhann Berg skima yfir völlinn í leiknum.
Jón Dagur (t.h) og Jóhann Berg skima yfir völlinn í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland tryggði sér mögulega dýrmætt stig Í B-deild Þjóðardeildarinnar er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Wales á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. Öðru fremur var það frábær síðari hálfleikur liðsins sem skilaði sigrinum þar sem liðið gerði tvö mörk og fékk fjölmörg önnur hættuleg færi. Jón Dagur Þorsteinsson mætti í viðtal við Fótbolta.net áð leik loknum og fór yfir máli. Byrjaði hann þar á að ræða fyrri hálfleikinn.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

„Við fáum á okkur tvö klaufaleg mörk en mér fannst samt við vera allt í lagi. Komandi inn í hálfleikinn þá fannst mér við vera ennþá inn í þessu. Við vorum að spila og fá tækifæri en það vantaði upp á síðustu sendinguna í fyrri hálfleik.“

Hver voru skilaboðin frá þjálfarateyminu þegar inn í hálfleikinn var komið?

„Að ýta liðinu aðeins ofar. Okkur fannst við ekki vera að klukka þá nógu mikið í pressunni og ýtum því liðinu ofar í seinni hálfleik. Það svo sýndi sig að það virkaði mun betur.“

Jón Dagur var eins og stundum áður alveg til í að láta finna fyrir sér á vellinum og reyna að fara í taugarnar á andstæðingnum. Hann fékk að líta gula spjaldið eftir ein slík viðskipti í leiknum og Walesverjar voru nokkuð pirraðir á honum.

„Já og ég orðin pirraður á þeim. Þetta er stundum svona í fótboltanum. Ég var pirraður að vera 2-0 undir því mér fannst þetta ekki hafa verið 2-0 leikur.“

Gula spjaldið þýðir að Jón Dagur er á leið í leikbann og verður því ekki með gegn Tyrkjum næstkomandi mánudag. Hvernig verður fyrir hann að fylgjast með þeim leik úr stúkunni?

„Það var mjög þreytt að fá þær fréttir eftir leik. Þá sérstaklega þar sem við náum að enda þennan leik á jákvæðum nótum. Við verðum klárir á mánudag þótt að ég verði ekki með þó.“

Sagði Jón Dagur en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner