þri 12. janúar 2021 21:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mark Maguire dæmt af - Crouch ætti ekki mörg mörk eftir
Maguire ræðir við Kevin Friend, dómara leiksins.
Maguire ræðir við Kevin Friend, dómara leiksins.
Mynd: Getty Images
Harry Maguire skoraði mark fyrir Manchester United gegn Burnley í leik sem núna stendur yfir, en það var dæmt af vegna brots í aðdragandanum.

Miklar umræður eiga sér núna stað um það hvort markið hafi átt að standa.

Markið má sjá með því að smella hérna.

Það fékk ekki að standa en Peter Crouch, fyrrum landsliðssóknarmaður Englands, er á meðal þeirra sem blanda sér í umræðuna á Twitter.

„Ég er ekki viss um að ég ætti mörg mörk eftir ef markið hans Maguire var ekki löglegt," skrifar Crouch.

Man Utd á möguleika á að komast á topp ensku úrvalsdeildarinnar með sigri eða jafntefli í kvöld.

Sjá einnig:
Myndband: Átti Shaw að fá rautt fyrir brot á Jóa Berg?






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner