Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. janúar 2021 20:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Móðgun við merki félagsins"
Steve Bruce, stjóri Newcastle.
Steve Bruce, stjóri Newcastle.
Mynd: Getty Images
Newcastle United tapaði fyrir Sheffield United í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Þetta var fyrsti sigur Sheffield United í deildinni á þessu tímabili, en liðið er núna með fimm stig eftir 18 leiki. Aðeins hefur einu liði tekist að fara í gegnum fleiri leiki án fyrsta sigurs síns í deildinni frá upphafi tímabilsins. Það gerðist 1902/03 tímabilið þegar Bolton vann sinn fyrsta leik í 22. deildarleiknum á tímabilinu.

Lee Ryder, sem skrifar um Newcastle fyrir staðarmiðilinn Chronicle Live, var langt frá því að vera hrifinn af því sem hann sá í kvöld og hann var hreinskilinn í skrifum sínum um leikinn.

„Þeir gætu verið á leið niður ef þeir fara ekki varlega... þetta er móðgun við merki félagsins," skrifaði Ryder.

Hann hélt áfram og skrifaði: „Steve Bruce getur ekki kvartað yfir neinni gagnrýni sem hann fær eftir ein verstu úrslit félagsins í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi."

„Hjá öðrum félögum þá myndi þjálfarinn missa starfið sitt eftir einn sigur í átta leikjum og eftir að hafa dottið út úr tveimur bikarkeppnum á einum mánuði."

Ryder er á því að leikmennirnir verði einnig að taka ábyrgð og hugarfar þeirra sé ekki nægilega gott. Newcastle voru varnarsinnaðir, spiluðu með fimm manna vörn og átti Sheffield United 17 marktilraunir í kvöld. „Newcastle leit út eins og þeir væru neðsta lið deildarinnar," skrifar Ryder í grein sem má lesa hérna.

Newcastle er í 15. sæti deildarinnar, átta stigum frá fallsæti. Fulham, sem er í 18. sæti, á tvo leiki til góða á Newcastle.


Athugasemdir
banner
banner
banner