Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. mars 2020 19:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fabregas gagnrýnir Boris fyrir ákvörðunarleysi - Winter vill fresta
Mynd: Getty Images
Enn hefur ekki verið sett bann á íþróttaviðburði á Englandi. Cesc Fabregas, fyrrum leikmaður Arsenal, Barcelona og Chelsea, er ekki hrifinn af ákvörðunarleysi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.

„Svo þú ert að viðurkenna að veiran muni dreyfa sér mjög mikið á næstunni en þú ætlar þér ekki að loka skólum "á þessum tímapunkti"... Þú munt þurfa að gera það á einhverjum tímapunkti hvort sem er."

„Af hverju ekki að gera það núna til að koma í veg fyrir frekari vandræði?"
skrifar Fabregas og spyr á Twitter reikningi sínum.

Henry Winter, blaðamaður Times, tjáði sig einnig um málið: „Forsætisráðherrann segir engin plön á þessum tímapunkti fyrir fótboltann að spila fyrir luktum dyrum eða aflýsingu á deildum."

„Það er allt annað viðhorf en það sem önnur lönd eða aðrar deildir eru að gera. Enskur fóbolti verður að taka ábyrgð. Frestum,"
skrifar Winter.




Athugasemdir
banner
banner