Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
   fös 12. júní 2020 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hallbera: Búið að vera lengsta undirbúningstímabil lífsins
Valur - KR í kvöld klukkan 19:15
Kvenaboltinn
Hallbera er fyrirliði Íslandsmeistara Vals.
Hallbera er fyrirliði Íslandsmeistara Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pepsi Max-deild kvenna hefst í kvöld með opnunarleik Íslandsmeistara Vals gegn KR.

„Ég er rosalega spennt að byrja loksins. Þetta er búið að vera lengsta undirbúningstímabil lífsins og það verður rosalega gaman að byrja," segir Hallbera Guðný Gísladóttir, fyrirliði Vals.

Valur tapaði 2-1 gegn Selfossi í leiknum um meistara meistarana. „Þetta var alvöru leikur og flott umgjörð. Þetta var það sem við þurftum fyrir mótið."

Valskonum virðist hvergi vera spáð Íslandsmeistaratitlinum og var spáð þriðja sæti í spá formanna, þjálfara og fyrirliða sem birt var á kynningarfundi KSÍ í gær.

„Ég verð bara að taka því. Það er greinilegt að forráðarmenn og leikmenn hafi minni trú á okkur en Breiðabliki og Selfoss. Það er allt í lagi, en við ætlum klárlega að gera betur en þriðja sæti. Það er örugglega hægt að nýta þetta á jákvæðan hátt."

Hér að ofan má sjá viðtalið við Hallberu.

1. umferð Pepsi Max-kvenna

föstudagur 12. júní
19:15 Valur-KR (Origo völlurinn)

laugardagur 13. júní
13:00 Breiðablik-FH (Kópavogsvöllur)
15:00 Þór/KA-Stjarnan (Þórsvöllur)
17:00 Fylkir-Selfoss (Würth völlurinn)

sunnudagur 14. júní
16:00 ÍBV-Þróttur R. (Hásteinsvöllur)
Athugasemdir
banner