Valur - KR í kvöld klukkan 19:15

Pepsi Max-deild kvenna hefst í kvöld með opnunarleik Íslandsmeistara Vals gegn KR.
„Ég er rosalega spennt að byrja loksins. Þetta er búið að vera lengsta undirbúningstímabil lífsins og það verður rosalega gaman að byrja," segir Hallbera Guðný Gísladóttir, fyrirliði Vals.
Valur tapaði 2-1 gegn Selfossi í leiknum um meistara meistarana. „Þetta var alvöru leikur og flott umgjörð. Þetta var það sem við þurftum fyrir mótið."
Valskonum virðist hvergi vera spáð Íslandsmeistaratitlinum og var spáð þriðja sæti í spá formanna, þjálfara og fyrirliða sem birt var á kynningarfundi KSÍ í gær.
„Ég verð bara að taka því. Það er greinilegt að forráðarmenn og leikmenn hafi minni trú á okkur en Breiðabliki og Selfoss. Það er allt í lagi, en við ætlum klárlega að gera betur en þriðja sæti. Það er örugglega hægt að nýta þetta á jákvæðan hátt."
Hér að ofan má sjá viðtalið við Hallberu.
1. umferð Pepsi Max-kvenna
föstudagur 12. júní
19:15 Valur-KR (Origo völlurinn)
laugardagur 13. júní
13:00 Breiðablik-FH (Kópavogsvöllur)
15:00 Þór/KA-Stjarnan (Þórsvöllur)
17:00 Fylkir-Selfoss (Würth völlurinn)
sunnudagur 14. júní
16:00 ÍBV-Þróttur R. (Hásteinsvöllur)
Athugasemdir