Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   fös 12. ágúst 2022 22:15
Haraldur Örn Haraldsson
Luke Rae um að fara upp um deild: Aldrei að segja aldrei
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Luke Rae leikmaður Gróttu var mjög sáttur eftir að liðið hans vann 4-2 sigur á Aftureldingu í kvöld.

Viðtalið er á ensku en verður þýtt í heild sinni hér fyrir neðan.


Lestu um leikinn: Grótta 4 -  2 Afturelding

„Þetta er frábært, að koma til baka eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik, svo jöfnum við og lendum aftur undir 2-1. Það er virkilega erfitt að koma til baka í slíkum leikjum en miðið við vinnuna sem strákarnir leggja undir sig á æfingum þá kemur það mér ekki á óvart að við komum til baka í þessum leik."

Afturelding var yfir tvisvar í leiknum og Grótta jafnar leikinn ekki í 2-2 fyrr en 5 mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma. Hvernig gerðist það þá að Grótta vann 4-2?

„Gott hugarástand. Mér fannst við vera með gott hugarástand í fyrri hálfleik en eins og þú sagðir þá fengu Afturelding kafla þar sem þeir voru mjög sterkir og héldu vel í boltan en þegar varamennirnir komu inn á þá birti svolítið til í leiknum. Mér fannst þeir koma með þennan auka neista í leikinn sem gerði okkur kleift að sigra leikinn.

Luke Rae skoraði 2 mörk í kvöld og lagði upp 1 mark. Hann hefur þá skorað 5 mörk á tímabilinu og átt gott tímabil fyrir Gróttu.

„Auðvitað er ég mjög ánægður með tímabilið. Ég er bara kominn með 5 mörk sem ég er frekar svekktur með, mér finnst eins og það hafa verið nokkrir leikir þar sem ég hefði getað farið betur með færin eins og ég gerði í dag en allt í allt þá er ég ánægður en aldrei fullsáttur með það."

Grótta á lítinn sem engan möguleika á að falla og það er enn töluvert langt í toppsætin, hvað eru þá markmið Gróttu fyrir restina af tímabilinu?

„Við horfum til næsta leiks, við horfum til næstu æfingu. Maður getur horft á heildarsviðið og sagt að við viljum fara upp um deild og að við viljum vinna alla leiki en aðal einbeitingin okkar er á næstu æfingu til að undirbúa okkur fyrir næsta leik."

En telur Luke það vera raunhæfur möguleiki að Grótta fari upp um deild?

„Auðvitað, aldrei að segja aldrei."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner