„Þetta var 0 - 0 leikur fannst mér og við gerum stór misstök þegar nýji leikmaðurinn minn ákveður að snúa sér í nokkra hringi á miðjunni þegar hann gat sent á samherja og þeir éta hann og fá skyndisókn og skora úr henni en að öðru leyti lítið annað að gerast í leiknum" sagði svekktur Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir 1 - 0 tap gegn ÍA á Akranesi í kvöld.
Lestu um leikinn: ÍA 1 - 0 Fram
„Við erum vanir að spila á blautu gerfigrasi og með hátt tempó og þegar maður fer á grasvöll að þá er hann yfirleitt vökvaður og hér er bara allt skraufaþurrt og menn hér eru bara sáttir með það og Skagamenn vilja spila langa bolta og negla honum inn fyrir og passa að hann skoppi ekki út af og fara í baráttu og það er bara þeirra val, allt í góðu með það.
Mér fannst við leysa það vel að spila gegn þeim og spiluðum bara svipaðan fótbolta og bara jafn leikur og við gerum einu stóru mistökin í leiknum og þeir gerðu færri mistök en við og vinna þar af leiðandi leikinn"
Nánar er rætt við Rúnar hér að ofan