Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. janúar 2021 19:04
Aksentije Milisic
Heimir Hallgríms reiður - Reifst við leikmann og hunsaði dómarann
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Al Arabi gerði jafntefli við Al Gharafa í dag þar sem Al Gharafa skoraði úr vítaspyrnu þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Það sauð allt upp úr í lok leiks en vítaspyrnudómurinn þótti umdeildur. Varnarmaður Al Arabi virtist þá tækla í knöttinn en dómarinn ráðfærði sig við VAR og dæmdi vítaspyrnu sem batt enda á sigurgöngu Al Arabi.

Heimir Hallgrímsson, þjálfari Al Arabi, var langt því frá að vera sáttur með þessa niðurstöðu og var mjög reiður þegar lokaflautið gall.

Hann reifst við Jonathan Kodjia, leikmann Al-Gharfa og þurfti að ýta þeim tveimur í sundur af leikmönnum liðanna.

Í kjölfarið labbaði Heimir áfram og í átt að dómara leiksins sem rétti út höndina og ætlaði að þakka Heimi fyrir leikinn. Heimir hunsaði dómarann og labbaði framhjá honum. Það virtist koma dómaranum á óvart sem horfði á eftir Heimi.

Heimir labbaði þá og klappaði fyrir stuðningsmönnunum. Þetta atvik og vítaspyrnudóminn umdeilda má sjá hér fyrir neðan.




Athugasemdir
banner
banner
banner