Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
   lau 13. júní 2020 17:08
Unnar Jóhannsson
Magnús eftir sigur á KFG: Fengum gott tilboð í Arnór Gauta
Afturelding verður í hattinum í kvöld.
Magnús Már stýrði sínum mönnum í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins í dag
Magnús Már stýrði sínum mönnum í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lengjudeildarlið Aftureldingar vann sannfærandi 5-0 sigur á 3.deildarliði KFG í Garðabænum í dag. Þeir verða því í pottinum þegar dregið verður í 32-liða úrslitum á eftir.
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var sáttur með margt í leik sinna manna í dag.
„Ég er mjög ánægður með strákana, sérstaklega í fyrri hálfleik, kláruðum þetta á einhverjum 5 min kafla. Flottar sóknir í fyrri hálfleik. Gott að halda hreinu og gott veganesti inn í sumarið.“

Botninn datt aðeins úr spili og ákefð Aftureldingar í síðari hálfleik.
„Óhjákvæmilega þegar menn eru 4-0 yfir þá slaka menn á og það var þannig í dag, það vantaði aðeins meira bit og gleði í okkur í seinni hálfleik en fínt að klára þetta og það verður gaman að vera í pottinum þegar það verður dregið á eftir.“

Lestu um leikinn: KFG 0 -  5 Afturelding

Fylkismenn keyptu miðvörðinn unga Arnór Gauta af Aftureldingu í vikunni.
„ Já við seldum Arnór Gauta í Fylki í vikunni, við fengum mjög gott tilboð í hann sem við samþykktum. Við reiknum með að fá annan mann í staðinn og jafnvel tvo. Það er klárt að við munum styrkja hópinn eitthvað í staðinn.“

Þegar Maggi var spurður út í næstu umferð í bikarnum sagði hann.
„Nei, vinir okkar í Hvíta Riddaranum stóðu sig hetjulega í gær en töpuðu á lokamínútunum, það er eldgamla klisjan, fá heimaleik.“

Að lokum var hann spurður út í Lengjudeildina í sumar.
„Það er fullt af góðum leikmönnum og liðum í þessari deild, það verður gaman að mæta Keflavík á föstudaginn ég myndi segja að þeir væru með annað af tveim bestu liðum deildarinnar, það verður gaman að fara þangað á föstudaginn og mæta þeim.“
Nánar er rætt við Magnús í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner