Afturelding verður í hattinum í kvöld.

Lengjudeildarlið Aftureldingar vann sannfærandi 5-0 sigur á 3.deildarliði KFG í Garðabænum í dag. Þeir verða því í pottinum þegar dregið verður í 32-liða úrslitum á eftir.
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var sáttur með margt í leik sinna manna í dag.
„Ég er mjög ánægður með strákana, sérstaklega í fyrri hálfleik, kláruðum þetta á einhverjum 5 min kafla. Flottar sóknir í fyrri hálfleik. Gott að halda hreinu og gott veganesti inn í sumarið.“
Botninn datt aðeins úr spili og ákefð Aftureldingar í síðari hálfleik.
„Óhjákvæmilega þegar menn eru 4-0 yfir þá slaka menn á og það var þannig í dag, það vantaði aðeins meira bit og gleði í okkur í seinni hálfleik en fínt að klára þetta og það verður gaman að vera í pottinum þegar það verður dregið á eftir.“
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var sáttur með margt í leik sinna manna í dag.
„Ég er mjög ánægður með strákana, sérstaklega í fyrri hálfleik, kláruðum þetta á einhverjum 5 min kafla. Flottar sóknir í fyrri hálfleik. Gott að halda hreinu og gott veganesti inn í sumarið.“
Botninn datt aðeins úr spili og ákefð Aftureldingar í síðari hálfleik.
„Óhjákvæmilega þegar menn eru 4-0 yfir þá slaka menn á og það var þannig í dag, það vantaði aðeins meira bit og gleði í okkur í seinni hálfleik en fínt að klára þetta og það verður gaman að vera í pottinum þegar það verður dregið á eftir.“
Lestu um leikinn: KFG 0 - 5 Afturelding
Fylkismenn keyptu miðvörðinn unga Arnór Gauta af Aftureldingu í vikunni.
„ Já við seldum Arnór Gauta í Fylki í vikunni, við fengum mjög gott tilboð í hann sem við samþykktum. Við reiknum með að fá annan mann í staðinn og jafnvel tvo. Það er klárt að við munum styrkja hópinn eitthvað í staðinn.“
Þegar Maggi var spurður út í næstu umferð í bikarnum sagði hann.
„Nei, vinir okkar í Hvíta Riddaranum stóðu sig hetjulega í gær en töpuðu á lokamínútunum, það er eldgamla klisjan, fá heimaleik.“
Að lokum var hann spurður út í Lengjudeildina í sumar.
„Það er fullt af góðum leikmönnum og liðum í þessari deild, það verður gaman að mæta Keflavík á föstudaginn ég myndi segja að þeir væru með annað af tveim bestu liðum deildarinnar, það verður gaman að fara þangað á föstudaginn og mæta þeim.“
Nánar er rætt við Magnús í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir