Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 13. júní 2021 11:59
Elvar Geir Magnússon
Botnar ekkert í þessari ákvörðun Southgate
Luke Shaw er á bekknum.
Luke Shaw er á bekknum.
Mynd: EPA
Chris Waddle, fyrrum landsliðsmaður Englands og sérfræðingur BBC, segist ekki skilja þá ákvörðun Gareth Southgate landsliðsþjálfara Englands að vera með Kieran Trippier í vinstri bakverðinum.

Trippier, sem spilar fyrir Atletico Madrid, er hægri bakvörður en er látinn spila þessa stöðu á meðan Luke Shaw og Ben Chilwell, sem eru vinstri bakverðir, eru geymdir á bekknum.

England og Króatía mætast núna klukkan 13 og má sjá byrjunarliðin með því að smella hérna.

„Ég botna ekkert í þessu. Luke Shaw átti frábært tímabil fyrir Manchester United. Hann var valinn í hópinn og við töldum allir að hann myndi byrja frekar en Chilwell, sérstaklega þar sem spila á fjögurra manna vörn," segir Waddle.

„Ég sé ekki hver ástæðan fyrir þessu getur verið. Er þetta eitthvað taktískt? Ég skil þetta ekki. Ég sé ekki tilganginn í að spila hægri fótar manni í vinstri bakverði. Það hlýtur að vera ástæða sem við fáum skýringu á en í mínum huga er þetta stórfurðulegt."


Athugasemdir
banner
banner
banner