Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 13. júní 2021 10:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir Eriksen aldrei hafa verið með hjartavandamál
Frá Parken í gær.
Frá Parken í gær.
Mynd: EPA
Eriksen féll til jarðar undir lok fyrri hálfleiks í leik gegn Finnlandi, fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu.

Sjúkrastarfsmenn á vellinum framkvæmdu hjartahnoð og gáfu þeir Eriksen stuð. Hann komst til meðvitundar og var færður af vellinum á sjúkrahús. Líðan hans er stöðug í dag.

Dr. Sanjay Sharma er hjartalæknir sem hafði skoðað Eriksen reglulega þegar hann var á mála hjá Tottenham var að vonum mjög hræddur þegar þetta gerðist og hugsaði með sér hvort honum hafi yfirsést einhver vandamál.

„Ég hugsaði, 'Guð minn góður? Er eitthvað sem við sáum ekki?' En ég hef skoðað allar niðurstöðurnar og það er allt fullkomið." sagði sharma í viðtali við The Mail

Það var reglulega fylgst með Eriksen.

„Síðan hann skrifaði undir var það í mínum höndum að skoða hann á hverju ári. Prófin hans til ársins 2019 voru fullkomlega eðlileg, engin augljós undirlyggjandi hjartavandamál. Ég ábyrgist það því ég framkvæmdi prófin."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner