Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
   sun 13. september 2020 22:09
Mist Rúnarsdóttir
Telma Ívars: Púlsinn var mjög hár
Kvenaboltinn
Telma Ívarsdóttir, markvörður FH
Telma Ívarsdóttir, markvörður FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta var fínn leikur. Við byrjuðum ágætlega í fyrri hálfleik en vorum ekkert að spila okkar besta leik þó að þessi mörk hafi komið inn úr föstum leikatriðum,“ sagði Telma Ívarsdóttir sem var frábær í marki FH í 2-2 jafnteflisleik gegn Þrótti í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  2 FH

FH komst tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik en misstu forystuna niður í þeim síðari.

„Þetta var gríðarlega erfitt í seinni hálfleik þegar þær koma af fullum krafti og setja þessi tvö mörk. Við vorum að reyna að sækja meira en eitt stig og það var frekar erfitt að koma á Eimskipsvöllinn,“ sagði Telma.

Leikurinn var hrikalega spennandi og taugarnar hjá stuðningsfólki liðanna voru vel þandar á lokakaflanum. Hvernig voru taugarnar á Telmu?

„Mínar voru ekkert sérstaklega góðar. Ég verð að viðurkenna að púlsinn var mjög hár. Þær voru að koma á okkur aftur og aftur og við þurftum að vera á tánum og halda fókus út leikinn.“

Telma var að lokum spurð út í viðsnúninginn í spilamennsku FH. Liðið var alls ekki sannfærandi í upphafi móts en hefur tekið miklum framförum og lítur mun betur út.

„Þetta er liðsheildin. Við erum ekkert að fara að falla og erum löngu búnar að ákveða það. Við þurfum þá bara að berjast fyrir hverjum einasta leik.“

Nánar er rætt við markvörðinn öfluga í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner