Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 13. september 2020 22:09
Mist Rúnarsdóttir
Telma Ívars: Púlsinn var mjög hár
Kvenaboltinn
Telma Ívarsdóttir, markvörður FH
Telma Ívarsdóttir, markvörður FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta var fínn leikur. Við byrjuðum ágætlega í fyrri hálfleik en vorum ekkert að spila okkar besta leik þó að þessi mörk hafi komið inn úr föstum leikatriðum,“ sagði Telma Ívarsdóttir sem var frábær í marki FH í 2-2 jafnteflisleik gegn Þrótti í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  2 FH

FH komst tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik en misstu forystuna niður í þeim síðari.

„Þetta var gríðarlega erfitt í seinni hálfleik þegar þær koma af fullum krafti og setja þessi tvö mörk. Við vorum að reyna að sækja meira en eitt stig og það var frekar erfitt að koma á Eimskipsvöllinn,“ sagði Telma.

Leikurinn var hrikalega spennandi og taugarnar hjá stuðningsfólki liðanna voru vel þandar á lokakaflanum. Hvernig voru taugarnar á Telmu?

„Mínar voru ekkert sérstaklega góðar. Ég verð að viðurkenna að púlsinn var mjög hár. Þær voru að koma á okkur aftur og aftur og við þurftum að vera á tánum og halda fókus út leikinn.“

Telma var að lokum spurð út í viðsnúninginn í spilamennsku FH. Liðið var alls ekki sannfærandi í upphafi móts en hefur tekið miklum framförum og lítur mun betur út.

„Þetta er liðsheildin. Við erum ekkert að fara að falla og erum löngu búnar að ákveða það. Við þurfum þá bara að berjast fyrir hverjum einasta leik.“

Nánar er rætt við markvörðinn öfluga í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir