Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   sun 13. september 2020 22:09
Mist Rúnarsdóttir
Telma Ívars: Púlsinn var mjög hár
Kvenaboltinn
Telma Ívarsdóttir, markvörður FH
Telma Ívarsdóttir, markvörður FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta var fínn leikur. Við byrjuðum ágætlega í fyrri hálfleik en vorum ekkert að spila okkar besta leik þó að þessi mörk hafi komið inn úr föstum leikatriðum,“ sagði Telma Ívarsdóttir sem var frábær í marki FH í 2-2 jafnteflisleik gegn Þrótti í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  2 FH

FH komst tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik en misstu forystuna niður í þeim síðari.

„Þetta var gríðarlega erfitt í seinni hálfleik þegar þær koma af fullum krafti og setja þessi tvö mörk. Við vorum að reyna að sækja meira en eitt stig og það var frekar erfitt að koma á Eimskipsvöllinn,“ sagði Telma.

Leikurinn var hrikalega spennandi og taugarnar hjá stuðningsfólki liðanna voru vel þandar á lokakaflanum. Hvernig voru taugarnar á Telmu?

„Mínar voru ekkert sérstaklega góðar. Ég verð að viðurkenna að púlsinn var mjög hár. Þær voru að koma á okkur aftur og aftur og við þurftum að vera á tánum og halda fókus út leikinn.“

Telma var að lokum spurð út í viðsnúninginn í spilamennsku FH. Liðið var alls ekki sannfærandi í upphafi móts en hefur tekið miklum framförum og lítur mun betur út.

„Þetta er liðsheildin. Við erum ekkert að fara að falla og erum löngu búnar að ákveða það. Við þurfum þá bara að berjast fyrir hverjum einasta leik.“

Nánar er rætt við markvörðinn öfluga í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner