Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   fös 13. september 2024 19:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Víti fór forgörðum í naumum sigri Vals
Kvenaboltinn
Anna Rakel Pétursdóttir
Anna Rakel Pétursdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA 0 - 1 Valur
0-1 Anna Rakel Pétursdóttir ('9 )
0-1 Jasmín Erla Ingadóttir ('90 , misnotað víti)
Lestu um leikinn


Valur er komið á toppinn í Bestu deild kvenna í bili að minnsta kosti eftir sigur á Þór/KA á Akureyri í kvöld.

Anna Rakel Pétursdóttir, sem er uppalin hjá KA, var hetja Valskvenna. Boltinn datt fyrir hana inn á teignum snemma leiks og hún negldi boltanum í netið.

Besta færi heimakvenna kom strax í upphafi seinni hálfleiks þegar Karen María Sigurgeirsdóttir átti gott skot fyrir utan vítateig en boltinn fór rétt yfir.

Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma fékk Valur tækifæri til að gulltryggja sigurinn þegar vítaspyrna var dæmd. Jasmín Erla Ingadóttir steig á punktinn en skaut boltanum vel framhjá markinu.

Valur er á toppnum eins og staðan er en Breiðablik er að spila gegn Þrótti í þessum töluðu orðum og endurheimtir toppsætið með sigri.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir