Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
banner
   fös 13. september 2024 15:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Eyðum ekki 25 milljónum punda fyrir leikmann á bekknum"
Chalobah meiddist á fyrstu æfingu
Nketiah
Nketiah
Mynd: Crystal Palace
Chalobah.
Chalobah.
Mynd: Crystal Palace
Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, tjáði sig í dag um þá Eddie Nketiah og Trevoh Chalobah sem komu til Palace í félagaskiptaglugganum. Hann sagði frá því að Chalobah væri meiddur en að Nketiah væri klár í að byrja gegn Leicester á morgun.

Chalobah fór á láni til Crystal Palace frá Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans. Hann var til viðtals í vikunni og sagðist varnarmaðurinn vera hæstánægður með fystu dagana á Selhurst Park.

„Ég hef upplifað mig velkominn alveg frá því að ég kom. Þetta hefur verið stórkostlegt. Ég hef spilað í úrvalsdeildinni í þrjú ár, er með reynslu og vil hjálpa liðinu. Ég er spenntur fyrir tímabilinu og held að við getum gert flotta hluti," sagði Chalobah.

Hann vonaðist eftir því að spila sinn fyrsta leik gegn Leicester á morgun.

Það verður þó eitthvað í það að þessi 25 ára Englendingur spili sinn fyrsta leik með Palace því að hann meiddist á æfingu í vikunni.

Hann verður allavega ekki með í næstu tveimur leikjum. „Hann meiddist á sinni fyrstu æfingu. Ég held að hann verði ekki lengi frá," sagði Oliver Glasner sem er stjóri Palace.

Glasner sagði þá frá því að Eddie Nketiah gæti byrjað leikinn á morgun.

„Já, hann er tilbúinn í að byrja. Annars hefðum við ekki borgað um 25 milljónir punda. Við eyðum ekki 25 milljónum punda í leikmann á bekkinn."

„Hann getur leyst nokkrar stöður - hann er mjög klár. Hann er öðruvísi leikmaður en Jean-Philippe Mateta,"
sagði Glasner.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 17 7 5 5 31 28 +3 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner
banner