Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 14. júní 2021 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo fjarlægði tvær kókflöskur á blaðamannafundi - „Drekkið vatn!"
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo bauð upp á heilsuráð á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins í kvöld en hann ráðlagði fólki að drekka vatn í stað þess að drekka Coca-Cola.

Coca Cola er stærsti gosframleiðandi heimsins og hefur verið yfirráðandi á þeim markaði en það er einmitt stærsti styrktaraðili Evrópumótsins.

Það þótti því nokkuð eðlilegt að sjá tvær kókflöskur á blaðamannafundinum í kvöld en Ronaldo var þó ekki á sama máli og var hneykslaður yfir drykknum.

Ronaldo er agaður íþróttamaður sem er í frábæru formi og af svipnum hans að dæma er ekki miklar líkur á því að hann drekki Coca-Cola.

Hann fjarlægði flöskurnar um leið og hann sá þær og ráðlagði síðan fólki að drekka vatn en hægt er að sjá myndband af blaðamannafundinum hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner