Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
   fös 14. ágúst 2020 22:02
Stefán Marteinn Ólafsson
Igor Kostic: Enn og aftur finnst mér við skjóta okkur í fótinn
Igor Bjarni Kostic þjálfari Hauka.
Igor Bjarni Kostic þjálfari Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Topplið Hauka fengu suðurnesjamennina frá Njarðvík í heimsókn í kvöld þegar Íslandsmótið fékk grænt ljós á að byrja aftur. Báðum þessum liðum hefur verið spáð góðu gengi í sumar og baráttu um að komast upp í Lengjudeildina að ári og því mátti búast við hörku leik þegar þau mættust í kvöld. Haukar voru fyrir umferðina í toppsæti deildarinnar á meðan Njarðvíkingar sátu í því fjórða.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Njarðvík

Haukar urðu að lúta í lægra hald fyrir gestunum úr Njarðvík en Igor Bjarni Kostic þjálfari Hauka var ekki sáttur með lokamínúturnar frá sínum mönnum.
„ Ógeðslega svekktur, enn og aftur finnst mér við skjóta okkur í fótinn með hvernig við hegðum okkur síðustu 15-20 mínúturnar og hversu passívir við erum og hversu mikið við hleypum Njarðvík inn í leikinn og nálægt markinu okkar og fúlt að tapa þessu og mér fannst við alveg eiga stigið skilið." Sagði Igor Bjarni Kostic eftir leik.

Eftir frekar jafnan leik framan af þá voru lokamínúturnar í leiknum vægast sagt umdeildar en Haukar misstu 2 menn af velli og fengu dæmt á sig víti sem Njarðvíkingar enduðu á að sigra leikinn úr.
„Ég sá ekki hendina sem hann dæmdi á í vítaspyrnunni en Þórður segir þó að hann hafi fengið hann í hendina en þá er það er alveg ótrúlega merkileg ákvörðun hjá honum að hafa ekki flautað á það þegar varnarmaðurinn blokkar skot inni í teig hjá Njarðvík og fær hann í hendina og hann var eini maðurinn þarna í kringum boltann og augljóst að hann hafi farið í hendina á honum þannig að dómarinn á alveg sinn skerf í þessu og hann verður að taka það á sig, því miður." 

„Fengum 2 rauð spjöld sem er mjög svekkjandi vegna þess að þar fór aginn út um gluggan og það eru tveir leikmenn sem byrjuðu leikinn í dag sem geta ekki spilað í næsta leik. Þórður fær rautt spjald þar sem hann fær hann þarna í hendina en hvað Sigurjón gerir er frekar óásættanlegt." 


Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner