Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   fös 14. ágúst 2020 22:02
Stefán Marteinn Ólafsson
Igor Kostic: Enn og aftur finnst mér við skjóta okkur í fótinn
Igor Bjarni Kostic þjálfari Hauka.
Igor Bjarni Kostic þjálfari Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Topplið Hauka fengu suðurnesjamennina frá Njarðvík í heimsókn í kvöld þegar Íslandsmótið fékk grænt ljós á að byrja aftur. Báðum þessum liðum hefur verið spáð góðu gengi í sumar og baráttu um að komast upp í Lengjudeildina að ári og því mátti búast við hörku leik þegar þau mættust í kvöld. Haukar voru fyrir umferðina í toppsæti deildarinnar á meðan Njarðvíkingar sátu í því fjórða.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Njarðvík

Haukar urðu að lúta í lægra hald fyrir gestunum úr Njarðvík en Igor Bjarni Kostic þjálfari Hauka var ekki sáttur með lokamínúturnar frá sínum mönnum.
„ Ógeðslega svekktur, enn og aftur finnst mér við skjóta okkur í fótinn með hvernig við hegðum okkur síðustu 15-20 mínúturnar og hversu passívir við erum og hversu mikið við hleypum Njarðvík inn í leikinn og nálægt markinu okkar og fúlt að tapa þessu og mér fannst við alveg eiga stigið skilið." Sagði Igor Bjarni Kostic eftir leik.

Eftir frekar jafnan leik framan af þá voru lokamínúturnar í leiknum vægast sagt umdeildar en Haukar misstu 2 menn af velli og fengu dæmt á sig víti sem Njarðvíkingar enduðu á að sigra leikinn úr.
„Ég sá ekki hendina sem hann dæmdi á í vítaspyrnunni en Þórður segir þó að hann hafi fengið hann í hendina en þá er það er alveg ótrúlega merkileg ákvörðun hjá honum að hafa ekki flautað á það þegar varnarmaðurinn blokkar skot inni í teig hjá Njarðvík og fær hann í hendina og hann var eini maðurinn þarna í kringum boltann og augljóst að hann hafi farið í hendina á honum þannig að dómarinn á alveg sinn skerf í þessu og hann verður að taka það á sig, því miður." 

„Fengum 2 rauð spjöld sem er mjög svekkjandi vegna þess að þar fór aginn út um gluggan og það eru tveir leikmenn sem byrjuðu leikinn í dag sem geta ekki spilað í næsta leik. Þórður fær rautt spjald þar sem hann fær hann þarna í hendina en hvað Sigurjón gerir er frekar óásættanlegt." 


Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner