Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   fös 14. ágúst 2020 22:02
Stefán Marteinn Ólafsson
Igor Kostic: Enn og aftur finnst mér við skjóta okkur í fótinn
Igor Bjarni Kostic þjálfari Hauka.
Igor Bjarni Kostic þjálfari Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Topplið Hauka fengu suðurnesjamennina frá Njarðvík í heimsókn í kvöld þegar Íslandsmótið fékk grænt ljós á að byrja aftur. Báðum þessum liðum hefur verið spáð góðu gengi í sumar og baráttu um að komast upp í Lengjudeildina að ári og því mátti búast við hörku leik þegar þau mættust í kvöld. Haukar voru fyrir umferðina í toppsæti deildarinnar á meðan Njarðvíkingar sátu í því fjórða.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Njarðvík

Haukar urðu að lúta í lægra hald fyrir gestunum úr Njarðvík en Igor Bjarni Kostic þjálfari Hauka var ekki sáttur með lokamínúturnar frá sínum mönnum.
„ Ógeðslega svekktur, enn og aftur finnst mér við skjóta okkur í fótinn með hvernig við hegðum okkur síðustu 15-20 mínúturnar og hversu passívir við erum og hversu mikið við hleypum Njarðvík inn í leikinn og nálægt markinu okkar og fúlt að tapa þessu og mér fannst við alveg eiga stigið skilið." Sagði Igor Bjarni Kostic eftir leik.

Eftir frekar jafnan leik framan af þá voru lokamínúturnar í leiknum vægast sagt umdeildar en Haukar misstu 2 menn af velli og fengu dæmt á sig víti sem Njarðvíkingar enduðu á að sigra leikinn úr.
„Ég sá ekki hendina sem hann dæmdi á í vítaspyrnunni en Þórður segir þó að hann hafi fengið hann í hendina en þá er það er alveg ótrúlega merkileg ákvörðun hjá honum að hafa ekki flautað á það þegar varnarmaðurinn blokkar skot inni í teig hjá Njarðvík og fær hann í hendina og hann var eini maðurinn þarna í kringum boltann og augljóst að hann hafi farið í hendina á honum þannig að dómarinn á alveg sinn skerf í þessu og hann verður að taka það á sig, því miður." 

„Fengum 2 rauð spjöld sem er mjög svekkjandi vegna þess að þar fór aginn út um gluggan og það eru tveir leikmenn sem byrjuðu leikinn í dag sem geta ekki spilað í næsta leik. Þórður fær rautt spjald þar sem hann fær hann þarna í hendina en hvað Sigurjón gerir er frekar óásættanlegt." 


Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner