Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. ágúst 2022 16:57
Ívan Guðjón Baldursson
Sigrar í Svíþjóð - Dagný bar fyrirliðabandið í sigri
Mynd: Piteå
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það voru þónokkrir Íslendingar sem komu við sögu í kvennaleikjum úti í heimi í dag þar sem Hlín Eiríksdóttir og Berglind Rós Ágústsdóttir voru í sigurliðum Piteå og Örebro í sænsku deildinni.


Bæði lið eru á svipuðum slóðum um miðja deild eftir sigrana. Þau sigla lygnan sjó með 23 og 21 stig eftir 16 umferðir.

Hlín leikur með Piteå sem rétt marði AIK á meðan Berglínd Rós er hjá Örebro sem rúllaði yfir Brommapojkarna. AIK og Brommapojkarna deila botnsæti deildarinnar.

Piteå 1 - 0 AIK

Örebro 4 - 0 Brommapojkarna

Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliðinu og bar fyrirliðabandið hjá West Ham í æfingaleik gegn Charlton í dag. Hamrarnir lentu undir snemma leiks en náðu að jafna í upphafi síðari hálfleiks og gera svo sigurmark undir lokin. Dagný spilaði allan leikinn.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom þá inn af bekknum í óvæntum sigri Orlando Pride á útivelli gegn toppbaráttuliði San Diego Wave. San Diego var betra liðið í leiknum en hin 39 ára gamla Erin McLeod átti stórleik á milli stanga Orlando.

Gunnhildur spilaði síðasta hálftíma leiksins og stóð Orlando uppi sem sigurvegari, 0-1. Liðið er með 18 stig eftir 15 umferðir, þremur stigum frá umspilssæti. 

Í Danmörku kom Emilía Ásgeirsdóttir inn af bekknum í góðum sigri Nordsjælland, sem er með þrjú stig eftir tvær umferðir.

Að lokum vann Vålerenga í Noregi og Bröndby í Danmörku en Ingibjörg Sigurðardóttir og Kristín Dís Árnadóttir voru ekki með.

Charlton 1 - 2 West Ham

San Diego Wave 0 - 1 Orlando Pride

Kolding 0 - 3 Nordsjælland

Avaldsnes 0 - 3 Vålerenga

Bröndby 2 - 1 Sundby


Athugasemdir
banner
banner
banner