„Hún var bara heillt yfir mjög góð, þetta var bara mjög góður leikur hjá okkur förum inn einu undir grótta 1-0 en vissum bara í sienni að við ætluðum að skora mörk". Sagði Viktor Steinarsson eftir 3-1 sigur Þrótt á Gróttu hér á Avis vellinum.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 - 1 Grótta
„Mér fannst þetta ekki besta frammistaða mín í sumar en ég skoraði sem er geggjað (fyrsta meistaraflokksmarkið) en hérna já bara frábært að skora".
Geturðu lýst markinu fyrir okkur? Fyrsta meistaraflokksmarkið hans Viktors.
„já ég var hlaupandi upp vinstri kantinn og ég held það hafi verið Eiki sem kom með krossinn og ég segji bara fokkit ég keyri á það og ég held að villi sé búinn að skjóta en það er varið og ég bara hugsa um að þruma honum í netið og síðan syngur hann í netinu og ég hleyp síðan upp í stúku og ég vissi ekkert hvað ég átti að gera".
Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.