Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   mán 14. október 2019 21:59
Sverrir Örn Einarsson
Kolbeinn um markametið: Var eitt af mínum markmiðum
Icelandair
Kolbeinn fagnar marki sínu.
Kolbeinn fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kolbeinn Sigþórsson var á skotskónum eins og oft áður fyrir landsliðið þegar Ísland lagði Andorra 2-0 á Laugardalsvöll í kvöld.
Kolbeinn skoraði síðara mark Íslands í leiknum, sitt 26. fyrir landsliðið og jafnaði þar með markamet Eiðs Smára Guðjohnsen.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Andorra

„Hún er súrsæt. Auðvitað svekkjandi þetta jafntefli úti í Frakklandi og það er svona það sem er manni efst í huga en ég er mjög sáttur með að hafa jafnað þetta markamet. Það var eitt af mínum markmiðum en það er eitthvað sem er bara auka.“

Sagði Kolbeinn Sigþórsson um að jafna markametið en jafntefli Frakka og Tyrkja sem veikti vonir Íslands um beint sæti á EM ansi mikið skyggði á sigurgleði eftir leik í kvöld.

Leikurinn í kvöld náði aldrei neinu flugi, Andorramenn kepptust við að henda sér niður og fiska aukaspyrnur frá fyrstu mínútu og fyrir vikið var hraðinn í leiknum nánast enginn. Var ekki hreinlega leiðinlegt að spila á móti þeim?

„Jú alveg hundleiðinlegt. Þeir reyndu allt sem þeir gátu til að fá aukaspyrnur og hentu sér niður í hvert einasta skipti sem þeir gátu gert það og dómarinn féll fyrir því. Þannig að það voru nokkrir pirraðir þarna á tímabili en við náðum í sigur og það var það sem við þurftum.“

Eins og áður sagði gætu úrslit í leik Frakklands og Tyrklands í París í kvöld reynst hafa úrslitaáhrif og sætin á EM líkt og áður hefur komið fram. Voru leikmenn meðvitaðir um stöðuna í París eða fengu menn upplýsingar að leik loknum?

„Við fengum að heyra það bara eftir leik að Tyrkir hefðu jafnað. Við heyrðum þegar stuðningsmenn byrjuðu að syngja
1-0 fyrir Frökkum en svo breyttist það þegar flautað var af.“


Sagði Kolbeinn Sigþórsson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner