Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   mán 14. október 2019 21:59
Sverrir Örn Einarsson
Kolbeinn um markametið: Var eitt af mínum markmiðum
Icelandair
Kolbeinn fagnar marki sínu.
Kolbeinn fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kolbeinn Sigþórsson var á skotskónum eins og oft áður fyrir landsliðið þegar Ísland lagði Andorra 2-0 á Laugardalsvöll í kvöld.
Kolbeinn skoraði síðara mark Íslands í leiknum, sitt 26. fyrir landsliðið og jafnaði þar með markamet Eiðs Smára Guðjohnsen.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Andorra

„Hún er súrsæt. Auðvitað svekkjandi þetta jafntefli úti í Frakklandi og það er svona það sem er manni efst í huga en ég er mjög sáttur með að hafa jafnað þetta markamet. Það var eitt af mínum markmiðum en það er eitthvað sem er bara auka.“

Sagði Kolbeinn Sigþórsson um að jafna markametið en jafntefli Frakka og Tyrkja sem veikti vonir Íslands um beint sæti á EM ansi mikið skyggði á sigurgleði eftir leik í kvöld.

Leikurinn í kvöld náði aldrei neinu flugi, Andorramenn kepptust við að henda sér niður og fiska aukaspyrnur frá fyrstu mínútu og fyrir vikið var hraðinn í leiknum nánast enginn. Var ekki hreinlega leiðinlegt að spila á móti þeim?

„Jú alveg hundleiðinlegt. Þeir reyndu allt sem þeir gátu til að fá aukaspyrnur og hentu sér niður í hvert einasta skipti sem þeir gátu gert það og dómarinn féll fyrir því. Þannig að það voru nokkrir pirraðir þarna á tímabili en við náðum í sigur og það var það sem við þurftum.“

Eins og áður sagði gætu úrslit í leik Frakklands og Tyrklands í París í kvöld reynst hafa úrslitaáhrif og sætin á EM líkt og áður hefur komið fram. Voru leikmenn meðvitaðir um stöðuna í París eða fengu menn upplýsingar að leik loknum?

„Við fengum að heyra það bara eftir leik að Tyrkir hefðu jafnað. Við heyrðum þegar stuðningsmenn byrjuðu að syngja
1-0 fyrir Frökkum en svo breyttist það þegar flautað var af.“


Sagði Kolbeinn Sigþórsson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir