Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
banner
   mán 14. október 2019 21:59
Sverrir Örn Einarsson
Kolbeinn um markametið: Var eitt af mínum markmiðum
Icelandair
Kolbeinn fagnar marki sínu.
Kolbeinn fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kolbeinn Sigþórsson var á skotskónum eins og oft áður fyrir landsliðið þegar Ísland lagði Andorra 2-0 á Laugardalsvöll í kvöld.
Kolbeinn skoraði síðara mark Íslands í leiknum, sitt 26. fyrir landsliðið og jafnaði þar með markamet Eiðs Smára Guðjohnsen.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Andorra

„Hún er súrsæt. Auðvitað svekkjandi þetta jafntefli úti í Frakklandi og það er svona það sem er manni efst í huga en ég er mjög sáttur með að hafa jafnað þetta markamet. Það var eitt af mínum markmiðum en það er eitthvað sem er bara auka.“

Sagði Kolbeinn Sigþórsson um að jafna markametið en jafntefli Frakka og Tyrkja sem veikti vonir Íslands um beint sæti á EM ansi mikið skyggði á sigurgleði eftir leik í kvöld.

Leikurinn í kvöld náði aldrei neinu flugi, Andorramenn kepptust við að henda sér niður og fiska aukaspyrnur frá fyrstu mínútu og fyrir vikið var hraðinn í leiknum nánast enginn. Var ekki hreinlega leiðinlegt að spila á móti þeim?

„Jú alveg hundleiðinlegt. Þeir reyndu allt sem þeir gátu til að fá aukaspyrnur og hentu sér niður í hvert einasta skipti sem þeir gátu gert það og dómarinn féll fyrir því. Þannig að það voru nokkrir pirraðir þarna á tímabili en við náðum í sigur og það var það sem við þurftum.“

Eins og áður sagði gætu úrslit í leik Frakklands og Tyrklands í París í kvöld reynst hafa úrslitaáhrif og sætin á EM líkt og áður hefur komið fram. Voru leikmenn meðvitaðir um stöðuna í París eða fengu menn upplýsingar að leik loknum?

„Við fengum að heyra það bara eftir leik að Tyrkir hefðu jafnað. Við heyrðum þegar stuðningsmenn byrjuðu að syngja
1-0 fyrir Frökkum en svo breyttist það þegar flautað var af.“


Sagði Kolbeinn Sigþórsson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner