Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   mán 14. október 2024 22:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Andri Lucas: Fannst þetta mjög furðulegt allt saman
Icelandair
Andri Lucas skorar annað mark Íslands í kvöld
Andri Lucas skorar annað mark Íslands í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Tyrklandi, 4-2, í B-deild Þjóðadeildar Evrópu á Laugardalsvelli í kvöld í gríðarlega fjörugum leik þar sem umdeild dómgæsla stal sviðsljósinu.


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  4 Tyrkland

„Við erum bara ótrúlega svekktir. Ekkert endilega lélegur leikur hjá okkur en bara of mörg mistök sem að verður til þess að við töpum þessum leik." Sagði Andri Lucas Guðjohnsen annar markaskorara Íslands eftir leik.

„Kannski er það ekkert eitthvað eitt. Við vorum mjög ofarlega á vellinum í fyrri og vildum pressa hátt. Halda þeim bara eins langt frá markinu og við gátum. Mér fannst við blanda vel 'low block-ini' og hápressunni í fyrri. Vorum kannski komnir of neðarlega í seinni. Við hefðum kannski átt að reyna ýta þeim aðeins til baka og nær markinu þeirra þegar þeir voru svona mikið með boltann." 

Dómarar leiksins settu sinn svip á leikinn. 

„Mér fannst hann alveg getað gefið okkur þetta víti. Núna þegar maður horfir til baka á þetta myndband þá finnst mér þetta vera víti, persónulega. Það er ekki ég sem að ræð, það er dómarinn og hann vildi ekki fara í VAR skjáinn og það er lítið hægt að gera í því." 

Miðað við setta línu í leiknum var mjög furðulegt að sjá dómara leiksins ekki vera sendan í VAR skjáinn. 

„Jú mér fannst þetta mjög furðulegt allt saman. Ég skil ekki alveg afhverju hann vildi ekki fara og skoða þetta allavega. Ég veit ekki hvaða samskipti áttu sér stað þarna milli dómarana og bara lítið hægt að gera í þessu sem leikmaður."

Eiður Smári Guðjohnsen, faðir Andra Lucas Guðjohnsen var í viðtali við breska fjölmiðla að mæra son sinn og taldi hann að Andri Lucas yrði jafnvel betri en hann sjálfur var. 

„Það er bara fyndið og gaman. Hann er nátturlega bara stór fótboltamaður og var sjálfur í þessum bransa. Hann fór sjálfur í viðtöl og spurður út í svona hluti en þetta er bara fyndið og skemmtilegt fannst mér." 

Nánar er rætt við Andra Lucas Guðjohnsen í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner