Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   mán 14. október 2024 22:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Andri Lucas: Fannst þetta mjög furðulegt allt saman
Icelandair
Andri Lucas skorar annað mark Íslands í kvöld
Andri Lucas skorar annað mark Íslands í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Tyrklandi, 4-2, í B-deild Þjóðadeildar Evrópu á Laugardalsvelli í kvöld í gríðarlega fjörugum leik þar sem umdeild dómgæsla stal sviðsljósinu.


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  4 Tyrkland

„Við erum bara ótrúlega svekktir. Ekkert endilega lélegur leikur hjá okkur en bara of mörg mistök sem að verður til þess að við töpum þessum leik." Sagði Andri Lucas Guðjohnsen annar markaskorara Íslands eftir leik.

„Kannski er það ekkert eitthvað eitt. Við vorum mjög ofarlega á vellinum í fyrri og vildum pressa hátt. Halda þeim bara eins langt frá markinu og við gátum. Mér fannst við blanda vel 'low block-ini' og hápressunni í fyrri. Vorum kannski komnir of neðarlega í seinni. Við hefðum kannski átt að reyna ýta þeim aðeins til baka og nær markinu þeirra þegar þeir voru svona mikið með boltann." 

Dómarar leiksins settu sinn svip á leikinn. 

„Mér fannst hann alveg getað gefið okkur þetta víti. Núna þegar maður horfir til baka á þetta myndband þá finnst mér þetta vera víti, persónulega. Það er ekki ég sem að ræð, það er dómarinn og hann vildi ekki fara í VAR skjáinn og það er lítið hægt að gera í því." 

Miðað við setta línu í leiknum var mjög furðulegt að sjá dómara leiksins ekki vera sendan í VAR skjáinn. 

„Jú mér fannst þetta mjög furðulegt allt saman. Ég skil ekki alveg afhverju hann vildi ekki fara og skoða þetta allavega. Ég veit ekki hvaða samskipti áttu sér stað þarna milli dómarana og bara lítið hægt að gera í þessu sem leikmaður."

Eiður Smári Guðjohnsen, faðir Andra Lucas Guðjohnsen var í viðtali við breska fjölmiðla að mæra son sinn og taldi hann að Andri Lucas yrði jafnvel betri en hann sjálfur var. 

„Það er bara fyndið og gaman. Hann er nátturlega bara stór fótboltamaður og var sjálfur í þessum bransa. Hann fór sjálfur í viðtöl og spurður út í svona hluti en þetta er bara fyndið og skemmtilegt fannst mér." 

Nánar er rætt við Andra Lucas Guðjohnsen í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner