Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 15. janúar 2021 16:30
Enski boltinn
„Það er rosalegt væl í herbúðum Liverpool"
Virgil van Dijk er á meiðslalistanum hjá Liverpool.
Virgil van Dijk er á meiðslalistanum hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
„Þetta er versti kaflinn síðan liðið fór aftur upp á við eftir fyrsta tímabil Klopp," sagði Hörður Magnússon, lýsandi hjá Viaplay, í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag þegar rætt var um gengi Liverpool að undanförnu.

Í þættinum var mikið rætt um Liverpool og Manchester United en þessir erkifjendur mætast í toppslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Liverpool hefur átt erfitt uppdráttar undanfarnar vikur.

Síðustu leikir Liverpool í úrvalsdeildinni
Liverpool 1 - 1 WBA
Newcastle 0 - 0 Liverpool
Southampton 1 - 0 Liverpool

„Ég held að þetta skýrist að stórum hluta af því að þú ert búinn að vera með of marga lykilmenn meidda. Báðir miðverðirnir frá því í fyrra eru frá. Að mínu mati er Virgil van Dijk besti miðvörður heims. Menn geta verið ósammála því. Allt uppspil frá vörninni breytist," sagði Hörður.

„Phillips og Williams sem voru fjórða og fimmta val hafa spilað og Henderson hefur spilað í miðverðinum. Fabinho var varnarsinnaði miðjumaðurinn í meistaraliðinu á síðasta tímabili og hann hefur spilað í vörninni. Trent var frá í mánuð. Naby Keita var frábær gegn Crystal Palace en hefur ekki sést síðan. Meiddur. Jota sem hefur skorað níu mörk, meiddur. Thiago sem er einn besti miðjumaður heims hefur spilað tvo heila leiki síðan hann kom."

Magnús Gylfason svaraði Herði fullum hálsi. „Það er rosalegt væl í herbúðum Liverpool. Það er enginn vafi," sagði Maggi.

„Frá því að Van Dijk meiddist hefur verið erfitt að fylla það skarð. Þegar er verið að væla um að einhverjir varamenn eða menn sem byrja ekki séu meiddir. Eins og Jota, sem er frábær leikmaður og hefur komið geggjaður inn í Liverpool liðið, en hinir þrír (Salah, Mane, Firmino) voru allir í fyrra og Origi. Þeir unnu titilinn í fyrra með þá. Af hverju er ekki hægt að spila á þeim? Er það eitthvað ómögulegt?" sagði Maggi.

Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn. Hér að neðan má hlusta á þáttinn.
Enski boltinn - Tekist á fyrir stórleik ársins
Athugasemdir
banner
banner
banner