Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 15. apríl 2021 19:20
Aksentije Milisic
Aubameyang greindist með malaríu
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, er ekki í leikmannahópi Arsenal sem spilar nú við Slavia Prag í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Aubameyang hefur verið frá upp á síðkastið og nú hefur komið í ljós að hann hefur greinst með malaríu.

Leikmaðurinn var ekki með í sigurleik Arsenal gegn Sheffield United um síðustu helgi en þá var sagt að hann væri frá vegna veikinda. Hann tilkynnti það sjálfur í kvöld að hann hafi greinst með malaríu.

„Því miður fékk ég malaríu þegar ég var í landsliðsverkefni með Gabon fyrir nokkrum vikum. Ég hef eytt nokkrum dögum á sjúkrahúsinu í þessari viku en mér líður betur með hverjum deginum sem líður, þökk sé frábærum læknum sem greindu og meðhöndluðu vírusinn svona fljótt," skrifaði Aubameyang á Instagram síðu sinni í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner