Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 15. júní 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Eigendur Man Utd hlusta á Neville - „Við getum ekki hunsað þetta"
Joel Glazer
Joel Glazer
Mynd: Getty Images
Gary Neville hefur talað mikið um eigendur Man Utd
Gary Neville hefur talað mikið um eigendur Man Utd
Mynd: Getty Images
Joel Glazer, eigandi Manchester United á Englandi, segir að Gary Neville, fyrrum leikmaður félagsins og sparkspekingur á Sky Sports, hafi margt fyrir sér í umræðunni um félagið síðustu vikur og að eigendurnir hafi gert mistök.

Neville hefur talað mikið um félagið sem hann elskar en hann vill að Glazer-fjölskyldan selji félagið eftir öll mistökin sem þeir hafa gert í gegnum árin.

Hann hefur talað um aðkomu félagsins að Ofurdeildinni, lítil samskipti við stuðningsmenn og fjármál félagsins. Ofurdeildin var dropinn sem fyllti mælinn.

Glazer ákvað að tala við fulltrúa stuðningsmanna á opnum fundi þar sem hann svaraði spurningum en þar talaði hann um Neville.

„Allir eru með skoðanir. Það eru tvær leiðir til að horfa á þetta, þú getur hunsað manneskjuna ef hún er að segja eitthvað slæmt um þig eða þú getur staldrað við og hlustað," sagði Glazer.

„Ég veit að Gary hefur látið okkur heyra það og það er líka allt í lagi. Fólk er alltaf með góða punkta, hugmyndir og maður verður að hlusta á þær. Þú getur ekki hunsað fólk. Við getum það ekki og verðum því að hlusta. Það er kannski ekki hægt að afreka allt en þetta er ekki alltaf svona einfalt."

„Stundum eru hlutirnir aðeins flóknari en Gary er goðsögn. Hann gerði svo mikið fyrir þetta félag. Hann er með góðar hugmyndir og við heyrum það sem hann er að segja."

„Við ákváðum að fara alltaf þá leið að vinna bakvið tjöldin og leyfa stjóranum, leikmönnunum og fólkinu á Old Trafford að vera í framlínunni og tala við fólk en eftir á að hugsa þá var það ekki rétta leiðin því það er til millivegur."

„Það gaf fólki þær hugmyndir að okkur væri alveg sama um félagið og að við erum ekki áhugamenn um knattspyrnu og það eina sem við hugsuðum um er peningar. Ég get fullvissað ykkur um að það er langt frá því að vera satt,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner