Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   mán 15. júlí 2019 22:12
Brynjar Ingi Erluson
Jói Kalli: Markmiðið er að vera í toppbaráttu
Jóhannes Karl Guðjónsson
Jóhannes Karl Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA í Pepsi Max-deildinni, var nokkuð sáttur með 1-1 jafnteflið gegn Grindvíkingum í kvöld en hann segist virða stigið.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  1 ÍA

Skagamenn hafa spilað frábæran fótbolta það sem af er sumri og er liðið í þriðja sæti með 21 stig þegar tólf umferðir eru búnar.

Hann var sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld og virðir stigið.

„Þetta sígilda að virða stigið. Þetta var hörkuleikur, við lögðum okkur fram og strákarnir mikið meira en klárir í þetta," sagði Jóhannes Karl við Fótbolta.net

Þetta var ekki okkar besti dagur spilanlega séð en hugarfarið frábært og við tökum þetta stig með okkur áfram í baráttunni og að sækja eins mörg stig og við mögulega getum."

„Við náðum ekki upp nógu góðum spilköflum eins og við hefðum viljað í fyrri hálfleiknum. Við ætluðum að reyna komast aftur fyrir Grindvíkingana á móti vindinum en það gekk því miður ekki nógu vel upp."

„Við skorum eitt gott mark en við áttum meiri yfirhöndina í seinni hálfleiknum. Þetta var frábært mark, smellhittir hann og söng í netinu."
sagði hann ennfremur.

Skagamenn hafa komið á óvart á tímabilinu og eru eins og áður segir í 3. sæti deildarinnar. Liðið komst upp úr Inkasso-deildinni á síðasta ári en markmiðið er að vera í toppbaráttu.

„Við höfum lítið verið að spá í því. Markmiðið er að vera að berjast í toppbaráttunni eða þarna í efri hlutanum. Stig á útivelli er alltaf gott en við höldum áfram og næst er erfiður útivöllur á móti KA og við ætlum að sækja stig líka," sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner