Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   mán 15. júlí 2019 22:12
Brynjar Ingi Erluson
Jói Kalli: Markmiðið er að vera í toppbaráttu
Jóhannes Karl Guðjónsson
Jóhannes Karl Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA í Pepsi Max-deildinni, var nokkuð sáttur með 1-1 jafnteflið gegn Grindvíkingum í kvöld en hann segist virða stigið.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  1 ÍA

Skagamenn hafa spilað frábæran fótbolta það sem af er sumri og er liðið í þriðja sæti með 21 stig þegar tólf umferðir eru búnar.

Hann var sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld og virðir stigið.

„Þetta sígilda að virða stigið. Þetta var hörkuleikur, við lögðum okkur fram og strákarnir mikið meira en klárir í þetta," sagði Jóhannes Karl við Fótbolta.net

Þetta var ekki okkar besti dagur spilanlega séð en hugarfarið frábært og við tökum þetta stig með okkur áfram í baráttunni og að sækja eins mörg stig og við mögulega getum."

„Við náðum ekki upp nógu góðum spilköflum eins og við hefðum viljað í fyrri hálfleiknum. Við ætluðum að reyna komast aftur fyrir Grindvíkingana á móti vindinum en það gekk því miður ekki nógu vel upp."

„Við skorum eitt gott mark en við áttum meiri yfirhöndina í seinni hálfleiknum. Þetta var frábært mark, smellhittir hann og söng í netinu."
sagði hann ennfremur.

Skagamenn hafa komið á óvart á tímabilinu og eru eins og áður segir í 3. sæti deildarinnar. Liðið komst upp úr Inkasso-deildinni á síðasta ári en markmiðið er að vera í toppbaráttu.

„Við höfum lítið verið að spá í því. Markmiðið er að vera að berjast í toppbaráttunni eða þarna í efri hlutanum. Stig á útivelli er alltaf gott en við höldum áfram og næst er erfiður útivöllur á móti KA og við ætlum að sækja stig líka," sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner