Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   mán 15. júlí 2019 22:12
Brynjar Ingi Erluson
Jói Kalli: Markmiðið er að vera í toppbaráttu
Jóhannes Karl Guðjónsson
Jóhannes Karl Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA í Pepsi Max-deildinni, var nokkuð sáttur með 1-1 jafnteflið gegn Grindvíkingum í kvöld en hann segist virða stigið.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  1 ÍA

Skagamenn hafa spilað frábæran fótbolta það sem af er sumri og er liðið í þriðja sæti með 21 stig þegar tólf umferðir eru búnar.

Hann var sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld og virðir stigið.

„Þetta sígilda að virða stigið. Þetta var hörkuleikur, við lögðum okkur fram og strákarnir mikið meira en klárir í þetta," sagði Jóhannes Karl við Fótbolta.net

Þetta var ekki okkar besti dagur spilanlega séð en hugarfarið frábært og við tökum þetta stig með okkur áfram í baráttunni og að sækja eins mörg stig og við mögulega getum."

„Við náðum ekki upp nógu góðum spilköflum eins og við hefðum viljað í fyrri hálfleiknum. Við ætluðum að reyna komast aftur fyrir Grindvíkingana á móti vindinum en það gekk því miður ekki nógu vel upp."

„Við skorum eitt gott mark en við áttum meiri yfirhöndina í seinni hálfleiknum. Þetta var frábært mark, smellhittir hann og söng í netinu."
sagði hann ennfremur.

Skagamenn hafa komið á óvart á tímabilinu og eru eins og áður segir í 3. sæti deildarinnar. Liðið komst upp úr Inkasso-deildinni á síðasta ári en markmiðið er að vera í toppbaráttu.

„Við höfum lítið verið að spá í því. Markmiðið er að vera að berjast í toppbaráttunni eða þarna í efri hlutanum. Stig á útivelli er alltaf gott en við höldum áfram og næst er erfiður útivöllur á móti KA og við ætlum að sækja stig líka," sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner