Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 15. september 2024 17:20
Haraldur Örn Haraldsson
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur, að hafa unnið þennan leik í dag. Við erum að fara í erfiðan kafla núna, næstu 5 leiki. Þannig að ná í 3 stig í dag er rosalega mikilvægt." Sagði Dean Martin aðstoðarþjálfari ÍA eftir að liðið hans vann 1-0 sigur á KA í dag. Þessi úrslit skilar Skagamönnum upp í 4. sætið fyrir skiptingu, sem er besti árangur ÍA í 12 leikja deild í 22 leikjum.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 KA

„Við erum mjög stolt af þessu. Þetta er það sem við erum búin að undirbúa okkur fyrir í allan vetur að vera þar sem við erum stödd núna og við verðum bara að halda áfram."

Rúnar Már Sigurjónsson var hetja Skagamanna í dag, þar sem hann skoraði eina mark leiksins. Hann er búinn að vera mest megnis frá allt tímabilið vegna meiðsla en kom sterkur inn í dag.

„Það er frábært að fá svona karakter inn, hann á skilið þetta mark í dag. Hann er búinn að æfa eins og svín og koma sér í þetta stand sem hann er í núna í dag. Hann spilaði mjög vel fyrir okkur í dag."

Arnór Smárason hefur einnig verið frá vegna meiðsla. Hann kom inn á í uppbótartíma í dag.

„Staðan á honum er þannig að hann tekur þetta smátt og smátt, eitt skref í einu. Við erum að reyna að koma honum aftur í gang bara eins og allir sem eru búnir að vera meiddir. Smátt og smátt þá gefum við þeim nokkrar mínútur og þeir æfa aðeins meira."

Þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni er ÍA í harðri Evrópu baráttu. Dean er þó rólegur og vill ekki fara fram úr sér.

„Það er bara einn leik í einu. Það eru rosalega erfið lið sem við munum spila á móti, við verðum að vera skipulagðir og undirbúnir. Núna er nægur tími á milli leikja þannig við verðum bara að undirbúa okkur vel." 


Athugasemdir
banner