Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
banner
   sun 15. september 2024 17:20
Haraldur Örn Haraldsson
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur, að hafa unnið þennan leik í dag. Við erum að fara í erfiðan kafla núna, næstu 5 leiki. Þannig að ná í 3 stig í dag er rosalega mikilvægt." Sagði Dean Martin aðstoðarþjálfari ÍA eftir að liðið hans vann 1-0 sigur á KA í dag. Þessi úrslit skilar Skagamönnum upp í 4. sætið fyrir skiptingu, sem er besti árangur ÍA í 12 leikja deild í 22 leikjum.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 KA

„Við erum mjög stolt af þessu. Þetta er það sem við erum búin að undirbúa okkur fyrir í allan vetur að vera þar sem við erum stödd núna og við verðum bara að halda áfram."

Rúnar Már Sigurjónsson var hetja Skagamanna í dag, þar sem hann skoraði eina mark leiksins. Hann er búinn að vera mest megnis frá allt tímabilið vegna meiðsla en kom sterkur inn í dag.

„Það er frábært að fá svona karakter inn, hann á skilið þetta mark í dag. Hann er búinn að æfa eins og svín og koma sér í þetta stand sem hann er í núna í dag. Hann spilaði mjög vel fyrir okkur í dag."

Arnór Smárason hefur einnig verið frá vegna meiðsla. Hann kom inn á í uppbótartíma í dag.

„Staðan á honum er þannig að hann tekur þetta smátt og smátt, eitt skref í einu. Við erum að reyna að koma honum aftur í gang bara eins og allir sem eru búnir að vera meiddir. Smátt og smátt þá gefum við þeim nokkrar mínútur og þeir æfa aðeins meira."

Þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni er ÍA í harðri Evrópu baráttu. Dean er þó rólegur og vill ekki fara fram úr sér.

„Það er bara einn leik í einu. Það eru rosalega erfið lið sem við munum spila á móti, við verðum að vera skipulagðir og undirbúnir. Núna er nægur tími á milli leikja þannig við verðum bara að undirbúa okkur vel." 


Athugasemdir
banner
banner