Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 15. september 2024 17:20
Haraldur Örn Haraldsson
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur, að hafa unnið þennan leik í dag. Við erum að fara í erfiðan kafla núna, næstu 5 leiki. Þannig að ná í 3 stig í dag er rosalega mikilvægt." Sagði Dean Martin aðstoðarþjálfari ÍA eftir að liðið hans vann 1-0 sigur á KA í dag. Þessi úrslit skilar Skagamönnum upp í 4. sætið fyrir skiptingu, sem er besti árangur ÍA í 12 leikja deild í 22 leikjum.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 KA

„Við erum mjög stolt af þessu. Þetta er það sem við erum búin að undirbúa okkur fyrir í allan vetur að vera þar sem við erum stödd núna og við verðum bara að halda áfram."

Rúnar Már Sigurjónsson var hetja Skagamanna í dag, þar sem hann skoraði eina mark leiksins. Hann er búinn að vera mest megnis frá allt tímabilið vegna meiðsla en kom sterkur inn í dag.

„Það er frábært að fá svona karakter inn, hann á skilið þetta mark í dag. Hann er búinn að æfa eins og svín og koma sér í þetta stand sem hann er í núna í dag. Hann spilaði mjög vel fyrir okkur í dag."

Arnór Smárason hefur einnig verið frá vegna meiðsla. Hann kom inn á í uppbótartíma í dag.

„Staðan á honum er þannig að hann tekur þetta smátt og smátt, eitt skref í einu. Við erum að reyna að koma honum aftur í gang bara eins og allir sem eru búnir að vera meiddir. Smátt og smátt þá gefum við þeim nokkrar mínútur og þeir æfa aðeins meira."

Þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni er ÍA í harðri Evrópu baráttu. Dean er þó rólegur og vill ekki fara fram úr sér.

„Það er bara einn leik í einu. Það eru rosalega erfið lið sem við munum spila á móti, við verðum að vera skipulagðir og undirbúnir. Núna er nægur tími á milli leikja þannig við verðum bara að undirbúa okkur vel." 


Athugasemdir
banner
banner