Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   fim 16. apríl 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hamar verður með í fyrsta sinn - 30 skipt yfir
Mynd: Hamar
Íris Sverrisdóttir í leik með Selfossi.
Íris Sverrisdóttir í leik með Selfossi.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hamar teflir fram liði í 2. deild kvenna á komandi leiktíð. Það verður í fyrsta sinn í sögunni sem liðið frá Hveragerði teflir fram liði í kvennaflokki.

Hermann Hreinsson verður þjálfari liðsins og honum til aðstoðar verður Rafn Heiðdal. Heimaleikir verða leiknir á Grýluvelli. Reynslumiklir leikmenn sem leikið hafa með Selfossi eru meðal þeirra sem hafa skipt yfir í Hamar. Þar má meðal annars nefna:

Írís Sverrisdóttir - 87 leikir fyrir Selfoss
Karen Inga Bergsdóttir - 47 leikir fyrir Selfoss
Katrín Rúnarsdóttir - 36 leikir fyrir Selfoss (10 yngri landsliðsleikir)
Bríet Örk Ómarsdóttir - 66 leikir fyrir Selfoss

Skilaboð frá formanni knattspyrnudeildar:
Kvennaknattspyrna í Hveragerði hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár og hefur fjölgað gríðarlega í yngri kvennaflokkum félagsins. Þegar ný stjórn tók við fyrir rúmu ári síðan var það á langtímaplani að stofna meistaraflokk kvenna hjá Hamri til að búa til verkefni og fyrirmyndir fyrir ungu stelpurnar félaginu. En s.l vor byrjaði hópur af stelpum að halda úti æfingum fyrir stelpur á meistaraflokksaldri á Grýluvelli.

Æfingar stóðu yfir allt sumarið og héldu svo áfram í vetur. Um 30 stelpur af öllu Suðurlandinu voru að mæta á æfingar og var tekin ákvörðun s.l. haust að skrá liðið til keppni í Lengjubikar, Mjólkurbikar og Íslandsmót.

Hermann Hreinsson var ráðin þjálfari liðsins auk þess er Rafn Heiðdal aðstoðarþjálfari liðsins. Þeir hafa gert gríðarlega vel í að halda utan um hópinn. Stelpurnar hafa æft mjög vel eftir áramót og hafa verið sérstaklega duglegar að æfa sjálfar á meðan samkomubannið hefur verið.

30 stelpur hafa nú þegar skipt yfir í Hamar og er uppistaða hópsins stelpur af Suðurlandi. Margar úr hópnum hafa mikla reynslu úr Pepsi og 1. deild kvenna með Selfoss. Markmiðið er að búa til góða umgjörð fyrir liðið og byggja lið til framtíðar. Gefa stelpum af Suðurlandi tækifæri til að spila fótbolta við mjö góðar aðstæður í Hveragerði.

Mikil tilhlökkun er hjá stelpunum og bæjarbúum eftir því að sjá stelpurnar spila í sumar og verður. Hamar finnst það gríðarlega mikilvægt að geta boðið uppá meistaraflokks fótbolta í Hveragerði þar sem ungar stelpur fá fyrirmyndir og markmið til að líta upp til. Það verður stuð og stemmning á Grýluvelli þegar tímabilið mun loksins hefjast!!

Athugasemdir
banner
banner