Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   sun 16. apríl 2023 22:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefán Ingi skoraði aftur: Upp og niður tilfinningar þar
Stefán Ingi fagnar marki í fyrstu umferðinni.
Stefán Ingi fagnar marki í fyrstu umferðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annan leikinn í röð kom sóknarmaðurinn Stefán Ingi Sigurðarson inn af bekknum hjá Breiðabliki og skoraði. Hann innsiglaði í kvöld sigur liðsins gegn Val í stórleik 2. umferðar í Bestu deildinni.

„Tilfinningin er geggjuð. Það er virkilega gaman að vinna sterkt Valslið," sagði Stefán við Fótbolta.net eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  2 Breiðablik

Það var gott fyrir Blikaliðið að svara óvæntu tapi í fyrstu umferð á þennan hátt. „Auðvitað vill maður ekki tapa og sérstaklega ekki í fyrsta leik gegn HK. Þetta er alvöru svar og við erum virkilega ánægðir með það."

„Ég var alveg sáttur með innkomu mína gegn HK en svekktur líka því ég átti stóran þátt í sjálfsmarkinu. Það voru upp og niður tilfinningar þar."

Var hann svekktur með að fá ekki kallið í byrjunarliðið í dag? „Auðvitað vill maður byrja en uppleggið er svona og það hentar kannski ekki að hafa mig á kantinum. Maður skilur þetta svo sem alveg en ég er ánægður að geta komið inn á og fá að spila. Auðvitað vill maður bara standa sig sem best. Mörk eru ekki endilega alltaf það mikilvægasta. Maður þarf að vinna fyrir þessu."

Fjölskylda Stefáns var í stúkunni en hann fagnaði af mikilli innlifun þegar hann skoraði. „Ég var að benda á kærustuna og fjölskylduna mína sem styður mig í hverjum einasta leik. Það er virkilega gaman að skora fyrir framan þau, það gefur manni auka boost að hafa þau þarna."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Óskar Hrafn: Ég vil biðja ykkur um að slaka á og hætta að tala hann upp
Athugasemdir