Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   mán 16. maí 2022 22:25
Arnar Laufdal Arnarsson
Damir um rauða spjaldið: Þetta var klárt rautt spjald
Blikarnir búnir að læra mikið af síðustu árum að mati Damir
Blikarnir búnir að læra mikið af síðustu árum að mati Damir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Damir Muminovic varnarmaður Blika var ansi sáttur eftir öflugan 3-0 útisigur gegn ríkjandi Íslands og bikarmeisturum Víking Reykjavík.

Fyrir nákævmlega ári síðan mættust þessi lið í Víkinni en þar unnu Víkingar 3-0 en í kvöld var það öfugt. Hvað hefur breyst á þessum tíma?

"Það er rétt hjá þér okkur hefur ekki gengið vel hérna, ég held bara við séum búnir að þroskast sem lið og erum búnir að læra mikið frá því í fyrra og hitt í fyrra, þetta er bara samheldnin"


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

Það var eins og að allt annað Blikalið kom inn í síðari hálfleikinn eftir að hafa skapað sér lítið í þeim fyrri. Hvað breyttist?

"Við fórum kannski of neðarlega í fyrri hálfleik, það var ekki planið hjá okkur. Víkingur er gott lið og þeir ýttu okkur aðeins neðar á völlinn en okkur líður vel þar líka. Í seinni fórum við bara á þá fulla ferð og það fór eins og það fór"

Kristall Máni var rekinn út af undir lok síðari hálfleiks og Damir var staðsettur nálægt þessu atviki. 

"Já ég stóð þarna nálægt, hann bara setti olnbogann í bringuna á Davíð og fyrir mér var þetta bara klárt rautt spjald"  

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner