Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 16. maí 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Jó léttur: Fáum reglulega póst úr Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var að vonum sáttur eftir 2-0 sigur sinna manna gegn ÍBV í gær.

Næsti leikur FH er gegn Keflavík og var Óli spurður út í hann. Fyrst var hann hins vegar spurður út í Davíð Snæ Jóhannsson sem byrjaði sinn annan leik eftir að hafa komið frá Lecce á dögunum. Davíð byrjaði á bekknum gegn KA fyrir norðan í síðustu viku en FH er taplaust í þeim leikjum sem Davíð hefur byrjað - gegn Val og svo ÍBV.

Lestu um leikinn: FH 2 -  0 ÍBV

„Hann gerir þá væntanlega tilkall til að vera oftar í liðinu," velti Stefán Marteinn Ólafsson, fréttaritari Fótbolta.net fyrir sér.

„Já já, það gera það allir sem eru varamenn. Það vilja allir vera inn á og við erum með ágætan og góðan hóp. Það er mitt að velja úr því, hann var valinn í dag og stóð sig feiknavel," sagði Óli.

„Nú förum við að setjast aðeins yfir leikinn gegn Keflavík. Það verður erfiður leikur, Keflavíkurliðið er fínt og það er erfitt að eiga við þá á heimavelli."

Stefán benti á að FH væri með tvo fyrrum leikmenn Keflavíkur í sínum herbúðum í þeim Davíð Snæ og Ástbirni Þórðarsyni. Þá er Jóhann Birnir, faðir Davíðs, afreksþjálfari hjá félaginu.

„Við fáum reglulega póst úr Keflavík um hvað er að gerast þar þannig það er ekkert vandamál," sagði Óli léttur í lok viðtals.

Óli Jó: Þú þarft að vinna til þess að fá smá sjálfstraust
Athugasemdir
banner
banner
banner