Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 16. maí 2022 21:56
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Ég er bara sæmilega sáttur með lífið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn var sáttur eftir 3-0 sigur gegn ríkjandi Íslands og bikarmeisturum Víkinga en þessi lið áttust við núna í kvöld í 6. umferð Bestu Beildar karla.

Fyrir nákævmlega ári síðan mættust þessi lið í Víkinni en þar unnu Víkingar 3-0 en í kvöld var það öfugt. Hvað hefur breyst á þessum tíma?

"Það er erfitt að segja en algjör óþarfi að vera líta í baksýnisspegilinn, það tap hefur litla þýðingu í dag. Mér fannst við bara vera öflugir og sterkir, við höfum oft verið betri í að halda boltanum og eigum mikið inni þar en mér fannst frammistaðan öflug. Við fórum þangað sem þeir voru veikir fyrir og nýttum okkur það að þeir þurftu að koma hátt á völlinn til að pressa okkur þannig ég er bara sæmilega sáttur með lífið" Sagði Óskar Hrafn í viðtali strax eftir leik.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

Það var eins og að allt annað Blikalið kom inn í síðari hálfleikinn eftir að hafa skapað sér lítið í þeim fyrri. Hvað sagði Óskar við sína menn í hálfleik?

"Það var ekki endilega málið hvað ég sagði í hálfleik, þetta eru bara tvö lið sem að ég held bera mikla virðingu fyrir hvoru öðru. Fyrri hálfleikurinn fór bara í að þreifa á báðum liðum, taktísk skák jafnvel ég veit ekki hvað ég á að kalla þetta en það var lítið um opnanir en svo komumst við bara í svæðin þar sem þeir eru veikir fyrir og eftirleikurinn er eins og hann er, fín frammistaða og ágætis sigur"

Var þessi sigur ´Statement´ að mati Óskars?

"Nei ég myndi ekki segja ég myndi segja að þetta væri bara sigur og þessi frammistaða bara ágæt. Þetta hefur rosalega litla þýðingu fyrir framhaldið nema að henni sé fylgt eftir. Menn geta verið glaðir í kvöld og dansað með Stuðmanna lögum en svo þarf bara að vakna á morgun og byrja að undirbúa sig fyrir erfiðan leik gegn Fram. Hver leikur í þessari deild hefur sitt líf þú færð ekkert fyrir það sem þú gerðir í gær og við verðum að passa okkur á að halda ekki að hlutirnir komi af sjálfu sér þótt það sé búið að ganga sæmilega fram að þessu"  

Viðtalið má sjá hér í heild sinni hér fyrir ofan þar sem að Óskar talar um skiptinguna á Ísaki Snæ, þriðja mark Blika o.fl.


Athugasemdir