Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mán 16. maí 2022 21:56
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Ég er bara sæmilega sáttur með lífið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn var sáttur eftir 3-0 sigur gegn ríkjandi Íslands og bikarmeisturum Víkinga en þessi lið áttust við núna í kvöld í 6. umferð Bestu Beildar karla.

Fyrir nákævmlega ári síðan mættust þessi lið í Víkinni en þar unnu Víkingar 3-0 en í kvöld var það öfugt. Hvað hefur breyst á þessum tíma?

"Það er erfitt að segja en algjör óþarfi að vera líta í baksýnisspegilinn, það tap hefur litla þýðingu í dag. Mér fannst við bara vera öflugir og sterkir, við höfum oft verið betri í að halda boltanum og eigum mikið inni þar en mér fannst frammistaðan öflug. Við fórum þangað sem þeir voru veikir fyrir og nýttum okkur það að þeir þurftu að koma hátt á völlinn til að pressa okkur þannig ég er bara sæmilega sáttur með lífið" Sagði Óskar Hrafn í viðtali strax eftir leik.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

Það var eins og að allt annað Blikalið kom inn í síðari hálfleikinn eftir að hafa skapað sér lítið í þeim fyrri. Hvað sagði Óskar við sína menn í hálfleik?

"Það var ekki endilega málið hvað ég sagði í hálfleik, þetta eru bara tvö lið sem að ég held bera mikla virðingu fyrir hvoru öðru. Fyrri hálfleikurinn fór bara í að þreifa á báðum liðum, taktísk skák jafnvel ég veit ekki hvað ég á að kalla þetta en það var lítið um opnanir en svo komumst við bara í svæðin þar sem þeir eru veikir fyrir og eftirleikurinn er eins og hann er, fín frammistaða og ágætis sigur"

Var þessi sigur ´Statement´ að mati Óskars?

"Nei ég myndi ekki segja ég myndi segja að þetta væri bara sigur og þessi frammistaða bara ágæt. Þetta hefur rosalega litla þýðingu fyrir framhaldið nema að henni sé fylgt eftir. Menn geta verið glaðir í kvöld og dansað með Stuðmanna lögum en svo þarf bara að vakna á morgun og byrja að undirbúa sig fyrir erfiðan leik gegn Fram. Hver leikur í þessari deild hefur sitt líf þú færð ekkert fyrir það sem þú gerðir í gær og við verðum að passa okkur á að halda ekki að hlutirnir komi af sjálfu sér þótt það sé búið að ganga sæmilega fram að þessu"  

Viðtalið má sjá hér í heild sinni hér fyrir ofan þar sem að Óskar talar um skiptinguna á Ísaki Snæ, þriðja mark Blika o.fl.


Athugasemdir
banner
banner