Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 16. júní 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Enginn er búinn að tala við þig og það mun enginn tala við þig"
Aymeric Laporte.
Aymeric Laporte.
Mynd: EPA
Aymeric Laporte er byrjaður að spila með spænska landsliðinu og því fylgir meiri umfjöllun í spænskum fjölmiðlum.

Það var í dag fjallað um hann hjá Mundo Deportivo þar sem vitnað var í heimildarmenn. Þar sagði: „Þetta er flókin staða. Hann vill vera mikilvægur en það er eins og það sé alltaf einhver fyrir framan hann í goggunarröðinni hjá City."

Það var sagt í greininni að Laporte væri með efasemdir um City og drauma um Barcelona.

Þar kom hann einnig fram að hann væri ósáttur með stöðu sína hjá enska úrvalsdeildarfélaginu og að stjóri þess, Pep Guardiola, væri ekki í miklum samskiptum við spænska miðvörðinn.

Laporte ætlar ekki að leyfa spænskum fjölmiðlum að koma neitt. Hann skaut blaðamanninum niður á jörðina. „Dani, enginn er búinn að tala við þig og það mun enginn tala við þig," skrifaði Laporte á Twitter og átti þar við blaðamanninn sem skrifaði greinina, Dani Gil.

Laporte missti sæti sitt í byrjunarliðinu hjá City á síðustu leiktíð, en John Stones og Ruben Dias mynduðu mjög gott miðvarðarpar.


Athugasemdir
banner
banner
banner