Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. júní 2021 17:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ótrúleg tíðindi: Rafa að taka við Everton
Hann vann Meistaradeildina með Liverpool 2005.
Hann vann Meistaradeildina með Liverpool 2005.
Mynd: Getty Images
Það eru ótrúleg tíðindi að berast frá Liverpool borg þar sem Rafa Benitez virðist vera að taka við Everton.

Talksport kveðst hafa heimildir fyrir því að sá spænski sé að taka við Everton. Jim White á Sky Sports tekur undir þetta.

Þetta er ótrúlegt vegna þess að Benitez er með mikla tengingu hinum megin í borginni. Hann stýrði Liverpool frá 2004 til 2010 og vann Meistaradeildina með félaginu, eftirminilega.

Hinn sextugi Benitez hætti störfum hjá Dalian Pro í Kína fyrr á þessu ári. Þar áður stýrði hann Newcastle, Real Madrid og Napoli.

Everton hafnaði í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Eftir tímabilið hætti Carlo Ancelotti með liðið til að taka við Real Madrid.

Gylfi Þór Sigurðsson er á mála hjá Everton.


Athugasemdir
banner
banner
banner