Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fim 16. júní 2022 23:39
Sverrir Örn Einarsson
Sigurvin: Sama sagan og er orðið mjög þreytt
Lengjudeildin
Sigurvin Ólafsson
Sigurvin Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já það er alltaf sama sagan og er orðið mjög þreytt að fá hrós fyrir einhverja góða frammistöðu. En að enda með núll stig er bara mjög sárt.“ Sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari KV eftir 2-1 tap hans manna gegn Grindavík suður með sjó fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  1 KV

KV sem lék á köflum í leiknum vel fékk á sig klaufalegt mark í upphafi síðari hálfleiks sem á endanum reyndist skilja á milli liðanna í kvöld. Sigurvin ræddi það atvik.

„Já það var klaufalegt en ég held að boltinn hafi skoppað yfir fótinn á varnarmanninum og var mjög óheppilegt og mjög dýrt eins og við höfum verið að upplifa svolítið í þessari deild. Við höfum verið að fá á okkur nokkur óheppileg mörk.“

Gengi KV hefur ekki verið upp á marga fiska það sem af er sumri og stigasöfnun gengið illa. Hefur verið erfiðara fyrir Sigurvin að blása mönnum baráttuanda í brjóst eftir því sem á mótið hefur liðið?

„Ég hélt að það yrði erfiðara. Til dæmis núna eru menn inn í klefa upplitsdjarfir og stórir þrátt fyrir þetta. Það sem menn taka með sér eins lengi og það lifir er að vera hérna á heimavelli Grindavíkur í grindvísku veðri og að spila við þessar aðstæður á móti liði sem er með reynt lið í fyrstu og úrvalsdeild og þetta er bara leikur í járnum og við spilum þá sundur og saman seinni partinn í leiknum.“

Sagði Sigurvin en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner